Erlent Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. Erlent 1.10.2024 23:23 Bein útsending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði. Erlent 1.10.2024 23:02 Minnst sex látnir í skotárás í Tel Avív Að minnsta kosti sex eru látnir og níu særðir eftir skotárás í Jaffa-hverfinu í Tel Avív í Ísrael. Þó nokkrir þeirra særðu eru í bráðri lífshættu. Árásin hófst rétt áður en að umfangsmikil loftárás Írana hófst á fimmta tímanum í dag. Erlent 1.10.2024 18:52 Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Erlent 1.10.2024 16:43 Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. Erlent 1.10.2024 14:10 Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Erlent 1.10.2024 12:00 Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Erlent 1.10.2024 11:30 Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Erlent 1.10.2024 10:16 Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Erlent 1.10.2024 08:43 Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. Erlent 1.10.2024 08:17 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. Erlent 1.10.2024 08:03 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 1.10.2024 07:24 Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. Erlent 1.10.2024 06:40 Rutte tekur við af Stoltenberg Hinn norski Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í dag eftir tíu ár í embætti. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við stöðunni. Erlent 1.10.2024 06:34 Ísraelsher ræðst inn í Líbanon Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. Erlent 30.9.2024 23:28 Saka rússneskan flugmann um „ófagmannlega“ hegðun Herforingi í flugher Bandaríkjanna segir rússneska flugmenn hafa hagað sér mjög ófagmannlega þegar bandarískir flugmenn flugu að fjórum rússneskum herflugvélum nærri Alasaka. Flugvélarnar fjórar sáust á ratsjám þann 23. september og voru flugmenn sendir til móts við þær. Erlent 30.9.2024 16:11 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. Erlent 30.9.2024 15:16 Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum. Erlent 30.9.2024 13:02 Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Erlent 30.9.2024 08:48 Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. Erlent 30.9.2024 07:40 Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Erlent 30.9.2024 06:44 Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 30.9.2024 06:35 Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. Erlent 29.9.2024 23:00 Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. Erlent 29.9.2024 16:57 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. Erlent 29.9.2024 16:20 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Erlent 29.9.2024 14:18 Fólk stekkur á milli húsþaka til að komast lífs af Að minnsta kosti 120 manns eru látnir í Nepal síðan á föstudaginn eftir gífurlega úrkomu sem kom af stað flóðum og skriðuföllum þar í landi. Fjöl margra er enn saknað. Erlent 29.9.2024 11:49 Átta ára drengur skotinn í höfuð og andlit Átta ára drengur var skotinn í höfuð og andlit á bændabýli í Kumbaralandi í Englandi í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús með sjúkraflugi en hann lést af sárum sínum í nótt. Erlent 29.9.2024 10:31 Fimmtán látnir í nýjustu árásum Ísraelshers Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás. Erlent 29.9.2024 08:28 Segir Harris veika á geði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin. Erlent 29.9.2024 00:07 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 334 ›
Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. Erlent 1.10.2024 23:23
Bein útsending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði. Erlent 1.10.2024 23:02
Minnst sex látnir í skotárás í Tel Avív Að minnsta kosti sex eru látnir og níu særðir eftir skotárás í Jaffa-hverfinu í Tel Avív í Ísrael. Þó nokkrir þeirra særðu eru í bráðri lífshættu. Árásin hófst rétt áður en að umfangsmikil loftárás Írana hófst á fimmta tímanum í dag. Erlent 1.10.2024 18:52
Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Erlent 1.10.2024 16:43
Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. Erlent 1.10.2024 14:10
Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Erlent 1.10.2024 12:00
Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Erlent 1.10.2024 11:30
Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Erlent 1.10.2024 10:16
Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Erlent 1.10.2024 08:43
Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. Erlent 1.10.2024 08:17
Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. Erlent 1.10.2024 08:03
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 1.10.2024 07:24
Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelsher hefur staðið í afmörkuðum hernaðaraðgerðum í Líbanon í alla nótt en lítið áhlaup var gert á landið í gær. Talsmenn hersins segja að verið sé að ráðast gegn ákveðnum skotmörkum innan landamæranna sem lúti stjórn Hezbollah-samtakanna. Erlent 1.10.2024 06:40
Rutte tekur við af Stoltenberg Hinn norski Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í dag eftir tíu ár í embætti. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við stöðunni. Erlent 1.10.2024 06:34
Ísraelsher ræðst inn í Líbanon Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. Erlent 30.9.2024 23:28
Saka rússneskan flugmann um „ófagmannlega“ hegðun Herforingi í flugher Bandaríkjanna segir rússneska flugmenn hafa hagað sér mjög ófagmannlega þegar bandarískir flugmenn flugu að fjórum rússneskum herflugvélum nærri Alasaka. Flugvélarnar fjórar sáust á ratsjám þann 23. september og voru flugmenn sendir til móts við þær. Erlent 30.9.2024 16:11
„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. Erlent 30.9.2024 15:16
Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Naim Kassem, næstráðandi í Hezbollah samtökunum, hét því í ávarpi í morgun að berjast áfram gegn Ísrael. Þá sagði hann samtökin tilbúin til langvarandi átaka, þrátt fyrir að margir af æðstu leiðtogum Hezbollah hafi verið felldir af Ísraelum. Erlent 30.9.2024 13:02
Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Erlent 30.9.2024 08:48
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. Erlent 30.9.2024 07:40
Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Erlent 30.9.2024 06:44
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 30.9.2024 06:35
Ísraelar herja á miðborg Beirút Ísraelar beina nú eldflaugaárásum á miðborg Beirút, höfuðborgar Líbanon. Erlent 29.9.2024 23:00
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. Erlent 29.9.2024 16:57
Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. Erlent 29.9.2024 16:20
Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Erlent 29.9.2024 14:18
Fólk stekkur á milli húsþaka til að komast lífs af Að minnsta kosti 120 manns eru látnir í Nepal síðan á föstudaginn eftir gífurlega úrkomu sem kom af stað flóðum og skriðuföllum þar í landi. Fjöl margra er enn saknað. Erlent 29.9.2024 11:49
Átta ára drengur skotinn í höfuð og andlit Átta ára drengur var skotinn í höfuð og andlit á bændabýli í Kumbaralandi í Englandi í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús með sjúkraflugi en hann lést af sárum sínum í nótt. Erlent 29.9.2024 10:31
Fimmtán látnir í nýjustu árásum Ísraelshers Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás. Erlent 29.9.2024 08:28
Segir Harris veika á geði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin. Erlent 29.9.2024 00:07