Erlent

Blóðugt ofbeldi í mexíkóskum fótbolta

Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í blóðugum átökum sem brutust út á fótboltaleik þar í landi um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.

Erlent

Þíða í sam­skiptum Armena og Tyrkja

Utanríkisráðherrar Armeníu og Tyrklands funduðu í Tyrklandi á laugardaginn og voru viðræðurnar, sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna, sagðar hafa verið bæði „árangursríkar“ og „uppbyggilegar“. Um er að ræða fyrsta eiginlega fund utanríkisráðherra nágrannaríkjanna frá árinu 2009.

Erlent

Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin

Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur.

Erlent

Skaut þrjá heimilis­lausa menn í New York um helgina

Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins.

Erlent

Birgir fann vel fyrir sprengingunni við Lviv

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var við hjálparstörf í borginni Lviv í Úkraínu í dag. Stór eldflaugaárás var gerð á herstöð nærri borginni í morgun og kveðst Birgir vel hafa fundið fyrir henni. Hann er nú kominn til Póllands og segir ástandið átakanlegt.

Erlent

Banda­rískur blaða­maður drepinn ná­lægt Kænu­garði

Brent Renaud, fimmtugur blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, var drepinn skammt frá Kænugarði í dag en Renaud hafði áður starfað fyrir miðla á borð við New York Times. Hann var þó ekki að störfum fyrir miðilinn þegar hann var drepinn. 

Erlent

Vaktin: Rafmagn komið aftur á í Tsjernobyl

Úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa skotið á herstöð við landamæri Póllands, sem er NATO ríki, en 35 létust í árásinni að sögn yfirvalda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Erlent

Missti annað barnið sitt í sprengju­á­rás Rússa

Pútín Rúss­lands­for­seti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfir­valda en Pútín átti síma­fund með Frakk­lands­for­seta og kanslara Þýska­lands í dag. Á­rásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við mynd­efni sem fylgir myndbandinu í fréttinni.

Erlent

Rússar verði háðir Kín­verjum eftir nýjustu efna­hags­þvinganir

Evrópu­sam­bandið ætlar að meina Rússum að­gang að Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðnum sem myndi gera þá al­ger­lega háða Kín­verjum eða Ind­verjum þegar efna­hagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunar­að­gerða gegn Rúss­landi í gær.

Erlent

Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs

Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni.

Erlent