Erlent

Björgunar­að­gerðum hætt í bili og húsið verður rifið

Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi.

Erlent

Málaferli í Vatíkaninu vegna fjárdráttar

Giovanni Angelo Becciu kardináli er einn þeirra tíu sem ákærðir hafa verið vegna fjárdráttar. Málið á rætur sínar að rekja til fjárfestingar Vatíkansins í fasteignaverkefni í Lundúnum.

Erlent

Leitin að John Snorra og sam­ferða­mönnum mikil á­skorun

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, segir það mikla áskorun að standa í leitarleiðangri upp á fjallið og framleiða heimildarmynd á sama tíma. Hann er nú á leið upp fjallið til að leita að John Snorra og samferðamönnum hans.

Erlent

Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum

Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi.

Erlent

Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði

Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni.

Erlent

Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina

Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan.

Erlent

Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi

Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland.

Erlent

Tyrk­land komið á lista yfir ríki sem tengjast barna­her­mennsku

Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert.

Erlent

Mót­mæla að Tyrkir dragi sig úr Istanbúl-samningnum

Þúsundir leituðu á götur út í stærstu borgum Tyrklands í dag til að mótmæla því að landið hafi formlega dregið sig einhliða úr Istanbúl-samningnum. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af öðrum þjóðum sem eru aðilar að samningnum.

Erlent

Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi.

Erlent

Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós

Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata.

Erlent

Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu

Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu.

Erlent

Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir

Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir.

Erlent

Fjármálastjóri Trump gefur sig fram

Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot.

Erlent

Ásakendur Cosby slegnir

Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni.

Erlent