Erlent Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. Erlent 30.10.2021 22:48 Tveggja mánaða fangelsi fyrir strok úr fangelsi fyrir 29 árum Karlmaður sem gaf sig fram við lögreglu eftir nærri þriggja áratuga flótta undan réttvísinni var á dögunum dæmdur til að sæta fangelsisvist í tvo mánuði auk þess tíma sem hann átti eftir að afplána þegar hann strauk. Erlent 30.10.2021 21:07 Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás. Erlent 30.10.2021 20:25 Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. Erlent 30.10.2021 16:31 Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. Erlent 30.10.2021 14:01 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. Erlent 30.10.2021 13:33 Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. Erlent 30.10.2021 11:31 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. Erlent 30.10.2021 08:53 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. Erlent 29.10.2021 23:48 Elísabetu drottningu ráðlagt að hvíla sig Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram. Erlent 29.10.2021 22:37 Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Erlent 29.10.2021 16:50 Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. Erlent 29.10.2021 16:31 Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. Erlent 29.10.2021 12:44 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. Erlent 29.10.2021 11:56 Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. Erlent 29.10.2021 11:05 Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma. Erlent 29.10.2021 09:17 Skýr tengsl milli afstöðu karla til kvenna og kynferðisofbeldis gegn konum Í rannsókn sem náði til 554 karlkyns háskólanema játuðu 63 að hafa nauðgað eða beitt aðra kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi gegn vilja þeirra. Einstaklingarnir 63 játuðu alls 251 atvik og þá leiddi rannsóknin í ljós skýr tengsl á milli ofbeldisins og afstöðu karlanna til kvenna. Erlent 29.10.2021 08:39 Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. Erlent 29.10.2021 07:01 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. Erlent 29.10.2021 06:52 Skalf og kastaði upp í aftöku í Oklahoma Hinn sextíu ára gamli John Marion Grant var tekinn af lífi í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrr í dag. Grant hlaut dauðadóminn fyrir að hafa stungið starfsmann mötuneytis í fangelsi árið 1998. Áður hafði hann verið dæmdur í 130 ára fangelsi fyrir rán. Erlent 28.10.2021 23:39 Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn. Erlent 28.10.2021 18:36 Frakkar kyrrsetja breskt fiskveiðiskip vegna deilu um veiðiheimildir Spennan milli Bretlands og Frakklands jókst í dag þegar Frakkar kyrrsettu breskan bát sem var við veiðar í franskri lögsögu. Bretland hefur nú varað Frakkland við frekari aðgerðum en deilur milli ríkjanna vegna veiðiheimilda fara síversnandi. Erlent 28.10.2021 15:42 Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Erlent 28.10.2021 15:14 Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. Erlent 28.10.2021 15:07 Grunur um að herinn hafi hylmt yfir morð breskra hermanna Hershöfðinginn Mark Carleton-Smith segist blöskra ásakanir þess efnis að breskir hermann kunni að hafa átt þátt í morðinu á konu í Kenía árið 2012. Segist hann munu vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Erlent 28.10.2021 10:37 Kjarnorkusamningaviðræður hefjist aftur fyrir nóvemberlok Samningaviðræður um endurlífgun kjarnorkusamnings frá árinu 2015 milli Íran og sex annarra stórvelda munu hefjast aftur fyrir nóvemberlok. Þetta sagði helsti samningarmaður Íran í gær. Erlent 28.10.2021 10:29 Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. Erlent 28.10.2021 09:06 Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Erlent 28.10.2021 08:02 Bensínstöðvar í Kína farnar að skammta eldsneyti Bensínstöðvar í Kína hafa margar hverjar tekið upp á því að skammta dísilolíu til viðskiptavina sinna í ljósi hækkandi verðs og minnkandi framboðs. Skömmtunin nær jafnt til almennings sem og til atvinnubílstjóra. Erlent 28.10.2021 07:06 Stefnir í þingrof í Portúgal Útlit er fyrir þingrof og kosningar í Portúgal eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi sitjandi minnihlutastjórnar fyrir næsta ár. Erlent 28.10.2021 00:07 « ‹ 330 331 332 333 334 ›
Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. Erlent 30.10.2021 22:48
Tveggja mánaða fangelsi fyrir strok úr fangelsi fyrir 29 árum Karlmaður sem gaf sig fram við lögreglu eftir nærri þriggja áratuga flótta undan réttvísinni var á dögunum dæmdur til að sæta fangelsisvist í tvo mánuði auk þess tíma sem hann átti eftir að afplána þegar hann strauk. Erlent 30.10.2021 21:07
Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás. Erlent 30.10.2021 20:25
Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. Erlent 30.10.2021 16:31
Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. Erlent 30.10.2021 14:01
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. Erlent 30.10.2021 13:33
Hvað er COP26? Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. Erlent 30.10.2021 11:31
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. Erlent 30.10.2021 08:53
Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. Erlent 29.10.2021 23:48
Elísabetu drottningu ráðlagt að hvíla sig Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram. Erlent 29.10.2021 22:37
Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Erlent 29.10.2021 16:50
Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. Erlent 29.10.2021 16:31
Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. Erlent 29.10.2021 12:44
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. Erlent 29.10.2021 11:56
Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. Erlent 29.10.2021 11:05
Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma. Erlent 29.10.2021 09:17
Skýr tengsl milli afstöðu karla til kvenna og kynferðisofbeldis gegn konum Í rannsókn sem náði til 554 karlkyns háskólanema játuðu 63 að hafa nauðgað eða beitt aðra kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi gegn vilja þeirra. Einstaklingarnir 63 játuðu alls 251 atvik og þá leiddi rannsóknin í ljós skýr tengsl á milli ofbeldisins og afstöðu karlanna til kvenna. Erlent 29.10.2021 08:39
Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. Erlent 29.10.2021 07:01
Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. Erlent 29.10.2021 06:52
Skalf og kastaði upp í aftöku í Oklahoma Hinn sextíu ára gamli John Marion Grant var tekinn af lífi í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrr í dag. Grant hlaut dauðadóminn fyrir að hafa stungið starfsmann mötuneytis í fangelsi árið 1998. Áður hafði hann verið dæmdur í 130 ára fangelsi fyrir rán. Erlent 28.10.2021 23:39
Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn. Erlent 28.10.2021 18:36
Frakkar kyrrsetja breskt fiskveiðiskip vegna deilu um veiðiheimildir Spennan milli Bretlands og Frakklands jókst í dag þegar Frakkar kyrrsettu breskan bát sem var við veiðar í franskri lögsögu. Bretland hefur nú varað Frakkland við frekari aðgerðum en deilur milli ríkjanna vegna veiðiheimilda fara síversnandi. Erlent 28.10.2021 15:42
Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Erlent 28.10.2021 15:14
Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. Erlent 28.10.2021 15:07
Grunur um að herinn hafi hylmt yfir morð breskra hermanna Hershöfðinginn Mark Carleton-Smith segist blöskra ásakanir þess efnis að breskir hermann kunni að hafa átt þátt í morðinu á konu í Kenía árið 2012. Segist hann munu vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Erlent 28.10.2021 10:37
Kjarnorkusamningaviðræður hefjist aftur fyrir nóvemberlok Samningaviðræður um endurlífgun kjarnorkusamnings frá árinu 2015 milli Íran og sex annarra stórvelda munu hefjast aftur fyrir nóvemberlok. Þetta sagði helsti samningarmaður Íran í gær. Erlent 28.10.2021 10:29
Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. Erlent 28.10.2021 09:06
Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Erlent 28.10.2021 08:02
Bensínstöðvar í Kína farnar að skammta eldsneyti Bensínstöðvar í Kína hafa margar hverjar tekið upp á því að skammta dísilolíu til viðskiptavina sinna í ljósi hækkandi verðs og minnkandi framboðs. Skömmtunin nær jafnt til almennings sem og til atvinnubílstjóra. Erlent 28.10.2021 07:06
Stefnir í þingrof í Portúgal Útlit er fyrir þingrof og kosningar í Portúgal eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi sitjandi minnihlutastjórnar fyrir næsta ár. Erlent 28.10.2021 00:07