Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 11:48 Brak af trjónu farþegaþotu Pan Am í Lockerbie árið 1988. Ellefu bæjarbúar fórust til viðbótar við þá 259 sem voru um borð í þotunni. AP/Martin Cleaver Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003. Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákæru á hendur Abu Agila Mohammad Mas'ud fyrir að smíða sprengjuna sem varð á þriðja hundrað manna að bana árið 2020. Mas'ud var þá í líbísku fangelsi vegna ótengdra saka. New York Times segir óljóst hvernig bandarískum stjórnvöldum tókst að fá hann framseldan. AP-fréttastofan segir að Mas'ud hafi verið sprengjusérfræðingur hjá líbísku leyniþjónustunni. Hann játaði fyrir líbískum yfirvöldum að hafa smíðað sprengjuna og unnið með tveimur öðrum mönnum sem bandarísk yfirvöld ákærðu. Hélt hann því fram að líbíska leyniþjónustan hefði skipulagt hryðjuverkið og að Múammar Gaddafi, þáverandi einræðisráðherra landsins, hafi þakkað honum og öðrum fyrir eftir á. Flugvél Pan Am-flugfélagsins sprakk yfir Lockerbie innan við hálftíma eftir flugtak frá Heathrow-flugvelli í London 21. desember árið 1988. Um borð voru farþegar frá 21 landi en langflestir þeirra voru Bandaríkjamenn, margir þeirra á leiðinni heim fyrir jólin. Sprengingin varð öllum þeim 259 sem voru um borð í vélinni að bana auk ellefu manns á jörðu niðri. Einn sakfelldur fyrir aldamót Böndin bárust fljótt að Líbíu en Gaddafi var svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. Árið 1991 ákærðu bandarísk yfirvöld tvo líbíska leyniþjónustumenn fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir um borð í flugvélinni. Gadaffi neitaði að framselja þá. Átta árum síðar féllst hann þó á að láta þá svara til saka fyrir skoskum dómurum í Hollandi. Annar þeirra, Abdel Baset Ali al-Megrahi, var fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi en hinn var sýknaður. Skotar slepptu al-Megrahi af mannúðarástæðum eftir að hann greindist með eistnakrabbamein árið 2009. Hann lést í heimalandi sínu þremur árum síðar. Líbíustjórn gerði sátt við aðstandendur fórnarlamba hryðjuverksins og greiddi þeim bætur árið 2003.
Bandaríkin Líbía Skotland Fréttir af flugi Bretland Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira