Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 18:04 Patriot loftvarnarkerfið er í notkun víða um heim og er sagt sérstaklega gott í að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Raytheon Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið um þetta kerfi vegna ítrekaðra árása Rússa á orkuver og dreifikerfi ríkisins, auk annarra skotmarka. Betri loftvarnir hafa verið í forgangi bakhjarla Úkraínu en Patriot-kerfi myndi marka mikla getuaukningu fyrir Úkraínumenn. Samkvæmt heimildum CNN gæti undirbúningi fyrir afhendingu loftvarnarkerfisins lokið í vikunni. Í kjölfar þess þyrftu Biden og Lloyd Austrin, varnarmálaráðherra, veita sendingunni blessun sína. Þá þarf að þjálfa úkraínska hermenn í notkun kerfisins. Öfugt við önnur skammdrægari loftvarnarkerfi þarf umtalsverðan fjölda manna til að starfrækja Patriot-loftvarnarkerfið. Við hefðbundnar aðstæður tæki það minnst nokkra mánuði að þjálfa þá tugi hermanna sem þarf. Þjálfunin mun fara fram í Þýskalandi. Ekki vitað hve mörg kerfi verða send Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvort til standi að senda fleiri en eitt kerfi til Úkraínu. Eitt slíkt inniheldur ratsjá sem greinir skotmörk á lofti og fylgir þeim eftir. Þessi ratsjá kallast „Phased array tracking radar to intercept on target“ eða PATRIOT. Kerfinu fylgir einnig ljósavél, umfangsmikill tölvubúnaður, stjórnstöð og allt að átta skotpallar með fjórum flugskeytum. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum. Það er vegna þess að kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur kerfi til ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og ráðamenn þessara ríkja, eins og Póllands, hafa sent eldri loftvarnarkerfi sín til Úkraínu. Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Áhugasamir geta kynnt sér Patriot-kerfið betur hér á vef Raytheon og í myndböndunum hér að neðan. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Tengdar fréttir Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04 Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið um þetta kerfi vegna ítrekaðra árása Rússa á orkuver og dreifikerfi ríkisins, auk annarra skotmarka. Betri loftvarnir hafa verið í forgangi bakhjarla Úkraínu en Patriot-kerfi myndi marka mikla getuaukningu fyrir Úkraínumenn. Samkvæmt heimildum CNN gæti undirbúningi fyrir afhendingu loftvarnarkerfisins lokið í vikunni. Í kjölfar þess þyrftu Biden og Lloyd Austrin, varnarmálaráðherra, veita sendingunni blessun sína. Þá þarf að þjálfa úkraínska hermenn í notkun kerfisins. Öfugt við önnur skammdrægari loftvarnarkerfi þarf umtalsverðan fjölda manna til að starfrækja Patriot-loftvarnarkerfið. Við hefðbundnar aðstæður tæki það minnst nokkra mánuði að þjálfa þá tugi hermanna sem þarf. Þjálfunin mun fara fram í Þýskalandi. Ekki vitað hve mörg kerfi verða send Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvort til standi að senda fleiri en eitt kerfi til Úkraínu. Eitt slíkt inniheldur ratsjá sem greinir skotmörk á lofti og fylgir þeim eftir. Þessi ratsjá kallast „Phased array tracking radar to intercept on target“ eða PATRIOT. Kerfinu fylgir einnig ljósavél, umfangsmikill tölvubúnaður, stjórnstöð og allt að átta skotpallar með fjórum flugskeytum. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum. Það er vegna þess að kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur kerfi til ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og ráðamenn þessara ríkja, eins og Póllands, hafa sent eldri loftvarnarkerfi sín til Úkraínu. Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Áhugasamir geta kynnt sér Patriot-kerfið betur hér á vef Raytheon og í myndböndunum hér að neðan.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Tengdar fréttir Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04 Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04
Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02
Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07