Erlent

Sendi­herra sakaður um að njósna fyrir Kúbu

Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981.

Erlent

Saka Rússa um að myrða her­menn sem gefast upp

Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um stríðsglæpi eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hóp hermanna skjóta tvo úkraínska hermenn sem gáfu sig rússneskum hermönnum á vald til bana þegar þeir klifruðu upp úr skotgröf.

Erlent

Mikil hægrisveifla á meðal ungs fólks í Evrópu

Uppgangur hægri öfgaflokka hefur verið mikill á síðustu misserum á meginlandi Evrópu. Ástæðan er ekki endilega andstaða við innflytjendur og þjóðernishyggja, heldur allt eins vonbrigði ungs fólks með ríkjandi stjórnmálaflokka.

Erlent

Um­mæli for­seta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja á­hyggjur

Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar.

Erlent

Mikill eldur í spítala í Sví­þjóð

Mikill eldur kom upp í gömlu sjúkrahúsi í smábænum Rävlanda skammt frá Gautaborg í Svíþjóð í morgun. Segir í sænskum fjölmiðlum að um stórbruna sé að ræða og er grunur að um íkveikju sé að ræða.

Erlent

Fyrr­verandi for­seta neitað að fara úr landi

Landamæraverðir í Úkraínu neituðu fyrrum forseta landsins Petro Porosjenkó um að fara úr landi í gær vegna þess að hann ætlaði sér að fara á fund Viktors Orbáns Ungverjalandsforseta. Þetta segir SBU, öryggisþjónusta Úkraínu.

Erlent

Banda­ríkja­menn setja pressu á Kín­verja

Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag.

Erlent

Sprengjuregnið aldrei verið skæðara

Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand.

Erlent

Lífsýni úr Ásu við lík fórnar­lambs Heuermanns

Lífsýni sem var tekið af Ásu Ellerup, íslenskri eiginkonu Rex Heuermann grunaðs raðmorðingja, er samskonar lífsýni sem fundust við lík fórnarlambs eiginmanns hennar, sem hefur hlotið viðurnefnið Gilgo Beach-morðinginn.

Erlent

Stakk Chauvin 22 sinnum

Samfangi Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem myrti George Floyd í maí 2020, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk Chauvin 22 sinnum í alríkisfangelsi í Arizona í síðasta mánuði.

Erlent

Lygna þing­manninum sparkað af þingi

Bandarískir þingmenn hafa samþykkt að víkja Repúblikananum George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ af þingi. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu.

Erlent

Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári

Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð.

Erlent