Innlent Landsvirkjun gerir 725 milljón króna tilboð í Toppstöðina Landsvirkjun hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, sem nú er í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tilboð í Toppstöðina sjálfa og lóð undir bílastæði, upp á samtals 725 milljónir króna. Innlent 16.8.2024 07:32 Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt reið skjálfti upp á 3,5 stig yfir í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð í sunnanverðri öskjunni og segir Veðurstofan að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Innlent 16.8.2024 07:09 Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. Innlent 16.8.2024 07:00 Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Innlent 15.8.2024 23:25 Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Innlent 15.8.2024 22:04 Katrín gerir upp framboðið og safnar heitum Framboðsteymi Katrínar Jakobsdóttur er á lokametrunum við að gera upp framboð hennar til forseta, og hefur leitað til stuðningsmanna til að loka gatinu. Innlent 15.8.2024 21:50 „Viðbrögð lögreglu óásættanleg“ eftir líkamsárás á Þjóðhátíð Foreldrar tveggja ungra manna sem urðu hvor fyrir sig fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð segja viðbrögð lögreglunnar í kjölfar árásanna óásættanleg. Hvorugur þeirra var sendur á spítala til frekari aðhlynningar, þrátt fyrir að bera augljós merki um alvarlega áverka. Enga skýrslu um árásirnar var að finna í skrám lögreglunnar. Innlent 15.8.2024 20:41 Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Innlent 15.8.2024 20:16 Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Innlent 15.8.2024 19:43 Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 19:00 Ósammála ráðherrar, brotthvarf tónleikastaða og einmana ungi Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 18:04 Neitaði að borga þegar á áfangastað var komið Lögreglan var kölluð til aðstoðar við leigubílstjóra sem hafði ekið farþega, sem vildi ekki greiða fyrir farið þegar á áfangastað var komið. Málið var leyst á vettvangi. Innlent 15.8.2024 17:23 Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengisandi Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega. Innlent 15.8.2024 16:02 Helga Vala til Lögfræðistofu Reykjavíkur Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður og lögmaður, hefur bæst við hóp lögmanna Lögfræðistofu Reykjavíkur. Helga Vala útskrifaðist með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti. Innlent 15.8.2024 15:56 Ósátt við skógrækt í mólendi fyrir utan Húsavík Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni eru nú áberandi í landinu og sæta gagnrýni. Sérfræðingur í skógrækt segir jarðvinnsluna nauðsynlega og skila kolefnisbindingu til lengri tíma litið. Innlent 15.8.2024 15:31 Sektaður fyrir að nota rafólar á hunda Matvælastofnun lagði dags- og stjórnvaldssektir á fimm einstaklinga og fyrirtæki sem stofnunin hafði haft eftirlit með í júní og júlí. Innlent 15.8.2024 14:37 Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Innlent 15.8.2024 12:21 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. Innlent 15.8.2024 11:44 Flytur út frá foreldrum sínum þökk sé hundaheppni Einn af þúsundum gesta á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er 37 milljónum krónum ríkari eftir að hafa dottið í lukkupottinn. Hann keypti tíu raða miða í Eurojackpot á leiðinni í Herjólfsdal en breytti einni röð sem reyndist góð ákvörðun. Innlent 15.8.2024 11:40 Beðið eftir gosi, orlofsgreiðslur og ósáttir verkfræðingar Í hádegisfréttum verður rætt við verkfræðinga sem eru ósáttir við ganginn í kjaraviðræðum við opinbera markaðinn og hinn almenna. Innlent 15.8.2024 11:38 Fjórir berjast um embætti umboðsmanns Alþingis Fjórir einstaklingar gefa kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Það eru þau Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Innlent 15.8.2024 11:27 Fundu erfðabreytileika sem stórauka áhættu á Parkinsons Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið sjaldgæfa erfðabreytileika sem auka áhættu á Parkinsons-sjúkdómi. Erfðabreytingarnir draga úr virkni erfðavísisins ITSN1 sem rannsakendur telja að hafi áhrif á meinmyndun sjúkdómsins. Talið er að vegna uppgötvunarinnar gæti verið hægt að þróa lyf við sjúkdómnum. Innlent 15.8.2024 11:21 „Týpísk pólitík að tefja málið“ Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum. Innlent 15.8.2024 10:55 Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. Innlent 15.8.2024 10:13 Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauðavatn eða í Gufunesi Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða. Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. Innlent 15.8.2024 09:09 Verkfræðingar segja vald SA „óeðlilega mikið“ Menntun er ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var, segja framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Innlent 15.8.2024 09:02 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. Innlent 15.8.2024 08:33 Halla Hrund sótti ekki um nýja forstjórastöðu Sex sóttu um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar en Halla Hrund Logadóttir, núverandi Orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er ekki þeirra á meðal. Innlent 15.8.2024 08:05 Fundu ferðamennina um hálf eitt í nótt Upp úr klukkan hálf eitt í nótt fundu björgunarsveitir göngu mennina sem villtust í þoku á Kerlingafjallasvæðinu í gær. Innlent 15.8.2024 08:00 Ekið heim eftir „smá uppsteyt“ í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna þjófnaðar í matvöruverslun. Innlent 15.8.2024 06:21 « ‹ 100 101 102 103 104 105 106 107 108 … 334 ›
Landsvirkjun gerir 725 milljón króna tilboð í Toppstöðina Landsvirkjun hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, sem nú er í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tilboð í Toppstöðina sjálfa og lóð undir bílastæði, upp á samtals 725 milljónir króna. Innlent 16.8.2024 07:32
Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt reið skjálfti upp á 3,5 stig yfir í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð í sunnanverðri öskjunni og segir Veðurstofan að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Innlent 16.8.2024 07:09
Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. Innlent 16.8.2024 07:00
Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Innlent 15.8.2024 23:25
Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Innlent 15.8.2024 22:04
Katrín gerir upp framboðið og safnar heitum Framboðsteymi Katrínar Jakobsdóttur er á lokametrunum við að gera upp framboð hennar til forseta, og hefur leitað til stuðningsmanna til að loka gatinu. Innlent 15.8.2024 21:50
„Viðbrögð lögreglu óásættanleg“ eftir líkamsárás á Þjóðhátíð Foreldrar tveggja ungra manna sem urðu hvor fyrir sig fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð segja viðbrögð lögreglunnar í kjölfar árásanna óásættanleg. Hvorugur þeirra var sendur á spítala til frekari aðhlynningar, þrátt fyrir að bera augljós merki um alvarlega áverka. Enga skýrslu um árásirnar var að finna í skrám lögreglunnar. Innlent 15.8.2024 20:41
Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Innlent 15.8.2024 20:16
Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Innlent 15.8.2024 19:43
Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 19:00
Ósammála ráðherrar, brotthvarf tónleikastaða og einmana ungi Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 18:04
Neitaði að borga þegar á áfangastað var komið Lögreglan var kölluð til aðstoðar við leigubílstjóra sem hafði ekið farþega, sem vildi ekki greiða fyrir farið þegar á áfangastað var komið. Málið var leyst á vettvangi. Innlent 15.8.2024 17:23
Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengisandi Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega. Innlent 15.8.2024 16:02
Helga Vala til Lögfræðistofu Reykjavíkur Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður og lögmaður, hefur bæst við hóp lögmanna Lögfræðistofu Reykjavíkur. Helga Vala útskrifaðist með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti. Innlent 15.8.2024 15:56
Ósátt við skógrækt í mólendi fyrir utan Húsavík Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni eru nú áberandi í landinu og sæta gagnrýni. Sérfræðingur í skógrækt segir jarðvinnsluna nauðsynlega og skila kolefnisbindingu til lengri tíma litið. Innlent 15.8.2024 15:31
Sektaður fyrir að nota rafólar á hunda Matvælastofnun lagði dags- og stjórnvaldssektir á fimm einstaklinga og fyrirtæki sem stofnunin hafði haft eftirlit með í júní og júlí. Innlent 15.8.2024 14:37
Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Innlent 15.8.2024 12:21
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. Innlent 15.8.2024 11:44
Flytur út frá foreldrum sínum þökk sé hundaheppni Einn af þúsundum gesta á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er 37 milljónum krónum ríkari eftir að hafa dottið í lukkupottinn. Hann keypti tíu raða miða í Eurojackpot á leiðinni í Herjólfsdal en breytti einni röð sem reyndist góð ákvörðun. Innlent 15.8.2024 11:40
Beðið eftir gosi, orlofsgreiðslur og ósáttir verkfræðingar Í hádegisfréttum verður rætt við verkfræðinga sem eru ósáttir við ganginn í kjaraviðræðum við opinbera markaðinn og hinn almenna. Innlent 15.8.2024 11:38
Fjórir berjast um embætti umboðsmanns Alþingis Fjórir einstaklingar gefa kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Það eru þau Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Innlent 15.8.2024 11:27
Fundu erfðabreytileika sem stórauka áhættu á Parkinsons Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið sjaldgæfa erfðabreytileika sem auka áhættu á Parkinsons-sjúkdómi. Erfðabreytingarnir draga úr virkni erfðavísisins ITSN1 sem rannsakendur telja að hafi áhrif á meinmyndun sjúkdómsins. Talið er að vegna uppgötvunarinnar gæti verið hægt að þróa lyf við sjúkdómnum. Innlent 15.8.2024 11:21
„Týpísk pólitík að tefja málið“ Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum. Innlent 15.8.2024 10:55
Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. Innlent 15.8.2024 10:13
Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauðavatn eða í Gufunesi Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða. Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. Innlent 15.8.2024 09:09
Verkfræðingar segja vald SA „óeðlilega mikið“ Menntun er ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var, segja framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Innlent 15.8.2024 09:02
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. Innlent 15.8.2024 08:33
Halla Hrund sótti ekki um nýja forstjórastöðu Sex sóttu um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar en Halla Hrund Logadóttir, núverandi Orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er ekki þeirra á meðal. Innlent 15.8.2024 08:05
Fundu ferðamennina um hálf eitt í nótt Upp úr klukkan hálf eitt í nótt fundu björgunarsveitir göngu mennina sem villtust í þoku á Kerlingafjallasvæðinu í gær. Innlent 15.8.2024 08:00
Ekið heim eftir „smá uppsteyt“ í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna þjófnaðar í matvöruverslun. Innlent 15.8.2024 06:21