Innlent

Þyki málið miður og til greina komi að breyta göngu­leið

Formanni Hinsegin daga þykir miður að fólk viðstatt Gleðigönguna hafi fundið fyrir óöryggi þegar tveir vagnar lentu á járngrindum sem stóðu nálægt hópi áhorfenda. Öryggismál séu tekin alvarlega og óhöppin verði tekin til skoðunar. Til greina komi að breyta leið göngunnar til að auka öryggi viðstaddra.

Innlent

„Þetta getur ekki verið svona aftur á næsta ári“

Betur fór en á horfðist þegar bílstjórar tveggja vagna í Gleðigöngu Hinsegin daga keyrðu á grindverk sem stóð við mannþvögu á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs í dag. Járngrindverk splundraðist í sundur að sögn sjónarvotta og steinstólpi losnaði en ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.

Innlent

„Þið vitið ekki hver raun­veru­leikinn þarna er“

Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 

Innlent

Raf­leiðni og vatns­hæð aftur lækkandi í ánni Skálm

Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í ánni Skálm síðustu klukkustundir. Áfram mælast hækkuð gildi brennisteinsvetnis nærri upptökum Múlakvíslar og er ferðafólk á svæðinu beðið um að sýna aðgát við upptök ánna og nærri árfarvegunum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.

Innlent

Einn var stunginn í Breið­holti

Einn var stunginn í lærið í íbúahúsi í Bökkunum í Breiðholti í Reykjavík og fluttur á slysadeild í kjölfarið í dag. Grunaður árásarmaður var handtekinn og verður hann yfirheyrður þegar runnið verður af honum.

Innlent

Um­mælin komi á ó­vart „jafn­vel frá Sjálf­stæðis­flokknum“

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir að ákvörðun sem kom til framkvæmda 2018 um ókeypis námsgögn í skólum hafi verið í alla staði jákvætt mál og þýtt aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna. Það komi á óvart að einhver vilji tala þetta niður, „jafnvel frá Sjálftæðisflokknum.“

Innlent

Sleginn í rot í hópslagsmálum í mið­bænum

Lögreglan var kölluð til vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Eftir slagsmálin var einn einstaklingur líklega nefbrotinn og þá hafði annar verið sleginn í rot. Þrír voru handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Innlent

Myndi fara stystu leið upp í sveit

Hægviðri er í kortunum víða um landið um helgina. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að útlitið sé „bara þokkalegt.“ Hann myndi fara stystu leið upp í sveit um helgina.

Innlent

Engin fíkni­efni reyndust um borð í bátnum

Engin fíkniefni reyndust vera um borð í bát sem lögreglan á Suðurlandi var með til rannsóknar. Grunur um saknæmt athæfi í tengslum við fíkniefni kom upp við tollaeftirlit í gær, eftir að báturinn kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum.

Innlent

Fær ekki hjólastólana sína vegna sumar­leyfa

Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri Mobility.is segir það fráleitt að sumarfrí opinbers starfsfólks tefji afgreiðslu hjálpartækja fyrir fólk með fötlun. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir vöruskoðun á 14 rafhjólastólum og rafskutlum sem fyrirtæki hans flytur inn. 

Innlent

Fjögur sóttu um em­bætti yfir­dýra­læknis

Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september.

Innlent

Ný að­gerða­á­ætlun um sýkla­lyfja­ó­næmi stað­fest

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hafa staðfest aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi sem unnin var af þverfaglegum starfshópi heilbrigðisráðherra undir forystu Þórólfs Guðnasonar fyrrverandi sóttvarnalækni. Áætlunin felur í sér skilgreindar aðgerðir og verkefni sem ráðast þarf í, forgangsröðun þeirra og kostnaðarmat.

Innlent