Innlent

FA gagn­rýnir reglu­gerð Willums Þórs harð­lega

Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir.

Innlent

Grikkir fengu verð­laun í nafni Vig­dísar

Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. 

Innlent

Eld­gosinu lauk á laugar­daginn

Eldgosinu við Sundhnúk lauk á laugardaginn. Landris við Svartsengi er þegar hafið á ný og að mati náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni er atburðarásin svipuð þeirri sem áður hefur sést milli gosa. 

Innlent

Sam­særis­kenningar eru ekki endi­lega rangar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent frá sér nýja bók sem heitir Weaponizing Conspiracy Theories. Þar fjallar hann um það meðal annars hvernig samsæriskenningar vefja sig inn í orðræðu stjórnmálamanna.

Innlent

For­sætis­ráð­herra vill ekki víkja fyrir for­setanum á 17. júní

Bjarni Benediktsson telur ekki tímabært að breyta þeirri hefð að forsætisráðherra flytji ávarp við hátíðarhöld á Austurvelli hinn 17. júní og í hans stað flytji forsetinn ávarp eins og Guðni Th. Jóhannesson lagði til við frestun þingfunda. Hins vegar komi til álita að útbúa aðstöðu fyrir forsetann á Þingvöllum eins og Guðni lagði til.

Innlent

Mögu­legt að ein­hverjir stofnar séu þegar glataðir

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir.

Innlent

„Mikið þrek­virki“ að koma Morgun­blaðinu út í morgun

Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra.

Innlent

Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum

Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja.

Innlent

Allt önnur við­brögð við lúsmýbiti í dag

Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn.

Innlent

Hafa á­hyggjur af hópamyndun ungra karl­manna

Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum.

Innlent

„Þetta er á­rás á lýð­ræðið í landinu”

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Innlent

Vandar um við Sig­mund Davíð

Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð.

Innlent

Borgin sendi ömur­leg skila­boð út í sam­fé­lagið

Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum.

Innlent

Peninga­­­kassa stolið úr kirkju vestur í bæ

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Peningakassi sem stolið var úr kirkju, börn á húsþökum og innbrot í bíla voru á meðal verkefna lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgun.

Innlent

Merkasti stríðsþristurinn á heim­leið frá Normandí

Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð.

Innlent