Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Smári Jökull Jónsson skrifar 16. september 2025 22:06 Erna Katrín Árnadóttir og Ásta Dagmar Melsted eru ásamt fleiri foreldrum á Seltjarnarnesi ósáttar með stöðu leikskólamála í bæjarfélaginu. Vísir Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Foreldrar á Seltjarnarnesi eru margir orðnir langþreyttir að bíða eftir að börn þeirra fái pláss á leikskóla. Bæði er beðið eftir að ný ungbarnadeild opni við Seltjarnarneskirkju og þá hefur mönnunarvandi á leikskóla bæjarins tafið inntöku barna foreldrum til mikils ama. Opna átti nýju ungbarnadeildina við kirkjuna að loknum sumarleyfum en framkvæmdir standa enn yfir. Á leikskóla Seltjarnarness hefur ekki tekist að manna yfir tíu stöðugildi sem þýðir að börn á ungbarnaleikskóla hafa ekki geta flust þangað yfir og ný fengið pláss í staðinn. Foreldrar eru afar ósáttir með stöðu mála. „Við mættum vikulega á tímabili á bæjarskrifstofuna í kex og kaffi þar sem var sagt: Hann kemst inn og vertu ekki stressuð. Svo bara komst hann ekki inn og hér erum við í dag,“ sagði Erna Katrín Árnadóttir íbúi á Seltjarnarnesi. „Líður eins og ég sé ósýnileg“ Sonur Ernu er tæplega tveggja og hálfs árs gamall og ekki enn kominn með pláss. Hún segir stöðu mála hafa haft slæm áhrif og aukið álag geri það að verkum að foreldrar sinni hlutverkum sínum ekki eins vel og hægt væri undir eðlilegu álagi. „Foreldrar kalla eftir svörum frá bænum og segja nýjan leikskóla sem opna á 2027 ekki breyta neinu um mönnunarvandann en fyrsta skóflustunga þess húsnæðis var tekin á dögunum. Ásta Dagmar Melsted foreldri á Seltjarnarnesi segir þá frétt í raun hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ég er búinn að óska sérstaklega eftir svörum hvort það sé eitthvað eftir að styðja við okkur því hann er kominn með pláss á ungbarnaleikskólanum en ekki ennþá byrjaður og ekki komin nein dagsetning á aðlögun eða neitt. Í kjölfar þessa þurfti ég að hætta í vinnunni minni sem skilur mann eftir í algjörri óvissu og engin svör,“ segir Ásta Dagmar. Hún segist hafa sent fjölmarga pósta á bæjaryfirvöld en engin svör fengið. Hún hafi einnig spurt um heimgreiðslur sem foreldrum hafi verið lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð hafi ekki verið staðið við. „Mér líður eins og ég sé ósýnileg, þegar þú sendir póst eftir póst en færð engin svör þá ferðu að upplifa að þetta skipti engu máli. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hverju einasta ári á helling á fólki.“ „Við bíðum hérna ennþá“ Þá séu vinnuveitendur sífellt að spyrja hvenær foreldrarnir geti snúið aftur til vinnu sem geti þó litlu svarað. „Það eru engin svör frá bænum. Bærinn segir, eina sem vantar er skiptiborð á nýju deildina en augljóslega vantar meira upp á hérna,“ segir Flóki Þorleifsson foreldri og bendir á óklárað leiksvæðið við kirkjuna. Þegar tilkynnt var um opnun nýrrar ungbarnadeildar í vor sagði bæjarstjóri Seltjarnarness það skemmtilega sumargjöf til foreldra. Framkvæmdir bæði innan- og utanhúss hafa tafið opnunina. „Núna er kominn september og það er að koma október og enginn er kominn með svör. Þetta var mjög flott sumargjöf í „den“ en við bíðum hérna ennþá,“ sagði Erna Katrín að lokum. Seltjarnarnes Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Foreldrar á Seltjarnarnesi eru margir orðnir langþreyttir að bíða eftir að börn þeirra fái pláss á leikskóla. Bæði er beðið eftir að ný ungbarnadeild opni við Seltjarnarneskirkju og þá hefur mönnunarvandi á leikskóla bæjarins tafið inntöku barna foreldrum til mikils ama. Opna átti nýju ungbarnadeildina við kirkjuna að loknum sumarleyfum en framkvæmdir standa enn yfir. Á leikskóla Seltjarnarness hefur ekki tekist að manna yfir tíu stöðugildi sem þýðir að börn á ungbarnaleikskóla hafa ekki geta flust þangað yfir og ný fengið pláss í staðinn. Foreldrar eru afar ósáttir með stöðu mála. „Við mættum vikulega á tímabili á bæjarskrifstofuna í kex og kaffi þar sem var sagt: Hann kemst inn og vertu ekki stressuð. Svo bara komst hann ekki inn og hér erum við í dag,“ sagði Erna Katrín Árnadóttir íbúi á Seltjarnarnesi. „Líður eins og ég sé ósýnileg“ Sonur Ernu er tæplega tveggja og hálfs árs gamall og ekki enn kominn með pláss. Hún segir stöðu mála hafa haft slæm áhrif og aukið álag geri það að verkum að foreldrar sinni hlutverkum sínum ekki eins vel og hægt væri undir eðlilegu álagi. „Foreldrar kalla eftir svörum frá bænum og segja nýjan leikskóla sem opna á 2027 ekki breyta neinu um mönnunarvandann en fyrsta skóflustunga þess húsnæðis var tekin á dögunum. Ásta Dagmar Melsted foreldri á Seltjarnarnesi segir þá frétt í raun hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ég er búinn að óska sérstaklega eftir svörum hvort það sé eitthvað eftir að styðja við okkur því hann er kominn með pláss á ungbarnaleikskólanum en ekki ennþá byrjaður og ekki komin nein dagsetning á aðlögun eða neitt. Í kjölfar þessa þurfti ég að hætta í vinnunni minni sem skilur mann eftir í algjörri óvissu og engin svör,“ segir Ásta Dagmar. Hún segist hafa sent fjölmarga pósta á bæjaryfirvöld en engin svör fengið. Hún hafi einnig spurt um heimgreiðslur sem foreldrum hafi verið lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð hafi ekki verið staðið við. „Mér líður eins og ég sé ósýnileg, þegar þú sendir póst eftir póst en færð engin svör þá ferðu að upplifa að þetta skipti engu máli. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hverju einasta ári á helling á fólki.“ „Við bíðum hérna ennþá“ Þá séu vinnuveitendur sífellt að spyrja hvenær foreldrarnir geti snúið aftur til vinnu sem geti þó litlu svarað. „Það eru engin svör frá bænum. Bærinn segir, eina sem vantar er skiptiborð á nýju deildina en augljóslega vantar meira upp á hérna,“ segir Flóki Þorleifsson foreldri og bendir á óklárað leiksvæðið við kirkjuna. Þegar tilkynnt var um opnun nýrrar ungbarnadeildar í vor sagði bæjarstjóri Seltjarnarness það skemmtilega sumargjöf til foreldra. Framkvæmdir bæði innan- og utanhúss hafa tafið opnunina. „Núna er kominn september og það er að koma október og enginn er kominn með svör. Þetta var mjög flott sumargjöf í „den“ en við bíðum hérna ennþá,“ sagði Erna Katrín að lokum.
Seltjarnarnes Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira