Innlent

Af­gerandi niður­staða um þjóðar­morð og óþreyju­fullir for­eldar á Nesinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem segir Ísraelsríki hafa framið þjóðarmorð á Gasa.

Þá verður rætt við foreldra á Seltjarnarnesi sem segjast langþreyttir á bið eftir leikskólaplássum fyrir börn sín, eftir fögur fyrirheit yfirvalda í bænum.

Eins heyrum við frá formanni félags fasteignasala, sem kallar eftir því að kaupendur taki höndum saman selji áður en þeir kaupa, þar sem langar fasteignakeðjur rofni ítrekað þegar ein kaup ganga ekki í gegn.

Við kynnumst ungum frumkvöðlum sem segja allt of fáa jafnaldra sína taka af skarið og fara í rekstur, og kynnum okkur ýmislegt sem verið er að bralla á höfuðborgarsvæðinu í tilefni samgönguviku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×