Innlent Sló til starfsmanns og beit viðskiptavin Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. Innlent 4.5.2024 17:04 „Skrímsladeildin“ hafi skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna. Innlent 4.5.2024 16:44 Hefur ekki áhuga á slúðurfréttum af öðrum frambjóðendum Katrín Jakobsdóttir segir að hún hafi persónulega ekki áhuga slúðurfréttum af einkalífi forsetaframbjóðenda. Hún leggur þó áherslu á að fjölmiðlar séu frjálsir og þjóðin eigi rétt á að vita ýmislegt um frambjóðendur. Innlent 4.5.2024 14:30 Tólf tíma tökudagar og svo forsetaframboð Jón Gnarr hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem auk forsetaframboðsins leikur hann í leikriti í Borgarleikhúsinu og í nýjum íslenskum sjónvarpsþáttum. Hann segir það taka allt að fjórar klukkustundir að sminka hann. Tökudagar hefjist klukkan sex að morgni og er tólf klukkutíma langur. Innlent 4.5.2024 14:07 Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. Innlent 4.5.2024 13:06 Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. Innlent 4.5.2024 12:10 Rýnt í forsetakappræður og fylgst með Bakgarðshlaupi Samkvæmt nýrri Maskínukönnun líst yfir 40 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaefni. Almannatengill segir niðurstöðurnar staðfesta að það sé engin óskastaða að vera stjórnmálamaður í framboði. Þá telur hann Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Innlent 4.5.2024 11:29 „Ég get ekki annað en sagt satt“ Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. Innlent 4.5.2024 10:23 Ríflega fjörutíu prósent líst illa á Katrínu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu líst 41 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Hún kemst þó ekki með tærnar þangað sem Arnar Þór Jónsson hefur hælana þegar kemur að óvinsældum. Sjötíu prósent svarenda líst illa á hann. Innlent 4.5.2024 10:10 „Lífið heldur áfram eftir svona áfall“ Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu. Innlent 4.5.2024 09:01 Sigu niður í Gretti sterka og dældu úr honum sjó Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka, sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fimm voru um borð í bátnum. Innlent 4.5.2024 07:42 Ók á tvö hundruð með lögguna á hælunum Ökumaður gistir nú fangageymslur lögreglu eftir að hann var handtekinn í kjölfar eftirför lögreglu, meðal annars um íbúðahverfi. Hann ók á allt að tvö hundruð kílómetra hraða og lögregla þurfti að bregða á það ráð að aka utan í bifreið hans. Innlent 4.5.2024 07:25 Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Innlent 3.5.2024 22:32 Hafa rukkað þá sem valda sinubruna um kostnað við útkall Slökkvilið Árnessýslu hefur nýtt sér heimild til þess að rukka þá sem kveikja í sinu um kostnað við útkall. Hreinn launakostnaður við sinubrunaútkall getur verið á bilinu hálf til ein milljón króna, að sögn slökkviliðsstjóra. Innlent 3.5.2024 20:32 Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Innlent 3.5.2024 19:32 Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. Innlent 3.5.2024 19:02 Kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í júní Sveitarstjórnir Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu að halda atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna í dag. Atkvæðagreiðslan stendur yfir í tvær vikur í júní. Innlent 3.5.2024 18:25 Nýjustu skoðanakannanir, verkfallsaðgerðir á flugvellinum og týndur gaffall Í kvöldfréttunum förum við yfir Pallborð dagsins, þar sem Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust og ræddu meðal annars málskotsréttinn, móðurmálið og niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Heimir Már Pétursson fréttamaður rýnir svo í fylgiskannanir og greinir stöðuna. Innlent 3.5.2024 18:00 Halla Hrund líka vinsæll annar kostur Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur. Innlent 3.5.2024 16:53 Kolbeinn hafi strokið kynfæri stúlkunnar ítrekað Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum. Innlent 3.5.2024 15:39 Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Innlent 3.5.2024 15:01 Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. Innlent 3.5.2024 14:39 Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Innlent 3.5.2024 14:23 Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 3.5.2024 14:07 Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Innlent 3.5.2024 14:05 Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. Innlent 3.5.2024 13:37 Einar segir forsetaembættið um ekki neitt Einar Kárason rithöfundur fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði, að hætti hússins. Hann furðar sig á tilstandinu. Innlent 3.5.2024 13:24 Svona gæti bensínstöðvarreiturinn við Ægisíðu litið út Þrjár tillögur hafa nú verið kynntar sem koma til greina um þróun lóðar við Ægisíðu 102 í Reykjavík, gamla bensínstöðvarreitnum. Þrjár arkitektastofur voru valdar til þátttöku. Það eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar. Innlent 3.5.2024 12:33 Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Innlent 3.5.2024 12:12 Börn lögð inn með kíghósta Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur. Innlent 3.5.2024 12:03 « ‹ 197 198 199 200 201 202 203 204 205 … 334 ›
Sló til starfsmanns og beit viðskiptavin Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. Innlent 4.5.2024 17:04
„Skrímsladeildin“ hafi skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna. Innlent 4.5.2024 16:44
Hefur ekki áhuga á slúðurfréttum af öðrum frambjóðendum Katrín Jakobsdóttir segir að hún hafi persónulega ekki áhuga slúðurfréttum af einkalífi forsetaframbjóðenda. Hún leggur þó áherslu á að fjölmiðlar séu frjálsir og þjóðin eigi rétt á að vita ýmislegt um frambjóðendur. Innlent 4.5.2024 14:30
Tólf tíma tökudagar og svo forsetaframboð Jón Gnarr hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem auk forsetaframboðsins leikur hann í leikriti í Borgarleikhúsinu og í nýjum íslenskum sjónvarpsþáttum. Hann segir það taka allt að fjórar klukkustundir að sminka hann. Tökudagar hefjist klukkan sex að morgni og er tólf klukkutíma langur. Innlent 4.5.2024 14:07
Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. Innlent 4.5.2024 13:06
Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. Innlent 4.5.2024 12:10
Rýnt í forsetakappræður og fylgst með Bakgarðshlaupi Samkvæmt nýrri Maskínukönnun líst yfir 40 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaefni. Almannatengill segir niðurstöðurnar staðfesta að það sé engin óskastaða að vera stjórnmálamaður í framboði. Þá telur hann Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Innlent 4.5.2024 11:29
„Ég get ekki annað en sagt satt“ Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segist vera þannig gerður að hann geti ekki sagt ósatt þó það hagnaðist honum pólitískt. Innlent 4.5.2024 10:23
Ríflega fjörutíu prósent líst illa á Katrínu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu líst 41 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Hún kemst þó ekki með tærnar þangað sem Arnar Þór Jónsson hefur hælana þegar kemur að óvinsældum. Sjötíu prósent svarenda líst illa á hann. Innlent 4.5.2024 10:10
„Lífið heldur áfram eftir svona áfall“ Líf Gíslunnar Hilmarsdóttur breyttist í einni svipan í júní árið 2017 þegar hún lenti í alvarlegu umferðarlysi á Norðurlandsvegi í Öxnadal. Slysvaldurinn, kona á níræðisaldri, lét lífið í kjölfarið. Líkamleg eftirköst Gíslunnar voru slík að hún var metin sem öryrki. Hún hefur þó aldrei borið kala til konunnar sem varð valdur að slysinu. Innlent 4.5.2024 09:01
Sigu niður í Gretti sterka og dældu úr honum sjó Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka, sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fimm voru um borð í bátnum. Innlent 4.5.2024 07:42
Ók á tvö hundruð með lögguna á hælunum Ökumaður gistir nú fangageymslur lögreglu eftir að hann var handtekinn í kjölfar eftirför lögreglu, meðal annars um íbúðahverfi. Hann ók á allt að tvö hundruð kílómetra hraða og lögregla þurfti að bregða á það ráð að aka utan í bifreið hans. Innlent 4.5.2024 07:25
Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Innlent 3.5.2024 22:32
Hafa rukkað þá sem valda sinubruna um kostnað við útkall Slökkvilið Árnessýslu hefur nýtt sér heimild til þess að rukka þá sem kveikja í sinu um kostnað við útkall. Hreinn launakostnaður við sinubrunaútkall getur verið á bilinu hálf til ein milljón króna, að sögn slökkviliðsstjóra. Innlent 3.5.2024 20:32
Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Innlent 3.5.2024 19:32
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. Innlent 3.5.2024 19:02
Kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í júní Sveitarstjórnir Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu að halda atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna í dag. Atkvæðagreiðslan stendur yfir í tvær vikur í júní. Innlent 3.5.2024 18:25
Nýjustu skoðanakannanir, verkfallsaðgerðir á flugvellinum og týndur gaffall Í kvöldfréttunum förum við yfir Pallborð dagsins, þar sem Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust og ræddu meðal annars málskotsréttinn, móðurmálið og niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Heimir Már Pétursson fréttamaður rýnir svo í fylgiskannanir og greinir stöðuna. Innlent 3.5.2024 18:00
Halla Hrund líka vinsæll annar kostur Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur. Innlent 3.5.2024 16:53
Kolbeinn hafi strokið kynfæri stúlkunnar ítrekað Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum. Innlent 3.5.2024 15:39
Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Innlent 3.5.2024 15:01
Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. Innlent 3.5.2024 14:39
Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Innlent 3.5.2024 14:23
Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 3.5.2024 14:07
Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Innlent 3.5.2024 14:05
Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. Innlent 3.5.2024 13:37
Einar segir forsetaembættið um ekki neitt Einar Kárason rithöfundur fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði, að hætti hússins. Hann furðar sig á tilstandinu. Innlent 3.5.2024 13:24
Svona gæti bensínstöðvarreiturinn við Ægisíðu litið út Þrjár tillögur hafa nú verið kynntar sem koma til greina um þróun lóðar við Ægisíðu 102 í Reykjavík, gamla bensínstöðvarreitnum. Þrjár arkitektastofur voru valdar til þátttöku. Það eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar. Innlent 3.5.2024 12:33
Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Innlent 3.5.2024 12:12
Börn lögð inn með kíghósta Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur. Innlent 3.5.2024 12:03