Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 14:16 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 23. Sex voru fjarverandi, þar á meðal Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu málsins, sem var rætt í meira en 160 klukkustundir. Frumvarpið var eitt það umdeildasta í sögu Alþingis. Á föstudaginn var 71. grein þingskapalaga, sem vísað hefur verið til sem „kjarnorkuákvæðisins“ beitt með þeim afleiðingum að málið var sett í þriðju umræðu. Ákvörðunin þótti, líkt og málið allt, umdeild. Frumvarpið var lagt fram þann 30. apríl. Fyrstu umræðu lauk með atkvæðagreiðslu þann 12. maí og fór þar með til atvinnuveganefndar. Þaðan var það afgreitt þann 14. júní. Þá hófst hin sögulega önnur umræða en frumvarpið var á dagskrá 21 þingfundar í annarri umræðu. 71. grein þingskapalaga var sem fyrr segir beitt síðastliðinn föstudag en hún kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. Þriðju og síðustu umræðu lauk í dag. Á þingfundi í dag sökuðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spáðu því að málið verði henni að lokum að falli. Tvær breytingatillögur á frumvarpinu voru lagðar fram að þriðju umræðu lokinni. Önnur var felld en hin samþykkt að hluta til. Ráðherrar föðmuðust að máli loknu Í skýringu á atkvæði sínu og jafnframt síðustu ræðu sem flutt var í málinu öllu sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra að umræðan um sjávarútveg á Íslandi hafi undanfarna áratugi hverfst um hve lítinn hlut þjóðin hafi borið af nýtingarrétti auðlinda. „Um það óréttlæti hefur verið staðinn vörður af fyrrverandi stjórnum. Umræðan hefur harðnað undanfarin ár eftir því sem sífellt hefur komið betur í ljós sú gríðarlega auðsöfnun örfárra aðila í ljósi og krafti þessa sama nýtingarréttar. Og nú er verið að leiðrétta það mikla prinsippmál.“ Hún segir fátt fjarri sannleikanum en málflutningur stjórnarandstöðunnar sem telji sig tala máli landsbyggðarinnar. „Það er nákvæmlega á landsbyggðinni sem þetta gríðarlega óréttlæti hefur komið í ljós. Samþætting brottfararskipa, tilfærsla kvóta, auðsöfnun og það að þetta hefur ekki skilað sér til þjóðarinnar með tilheyrandi uppbyggingu innviðaskuldar. Því breytum við nú, þetta er góður dagur. Ég segi já,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Þar á eftir gerði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hlé á þingfundi og Hanna Katrín og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sjást fallast í faðma. Á vef Alþingis kemur fram hverjir greiddu atkvæði með og gegn frumvarpinu. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með því eru eftirfarandi: Arna Lára Jónsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Dagur B. Eggertsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Grímur Grímsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Inga Sæland, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Gnarr, Jónína Björk Óskarsdóttir, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Kristján Þórður Snæbjarnarson , Kristrún Frostadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Logi Einarsson, María Rut Kristinsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnar Þór Ingólfsson, Sigmar Guðmundsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Helgi Pálmason, Sigurjón Þórðarson, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, Víðir Reynisson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ráðherra fjarverandi Þá greiddu eftirfarandi þingmenn gegn frumvarpinu: Árni Helgason, Bergþór Ólason, Birna Bragadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jón Pétur Zimsen, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Adolfsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Vilhjálmur Árnason, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn B Sæmundsson. Guðmundur Ingi Kristinsson barna- og menntamálaráðherra, Jens Garðar Helgason, Jónína Brynjólfsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru fjarverandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 23. Sex voru fjarverandi, þar á meðal Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu málsins, sem var rætt í meira en 160 klukkustundir. Frumvarpið var eitt það umdeildasta í sögu Alþingis. Á föstudaginn var 71. grein þingskapalaga, sem vísað hefur verið til sem „kjarnorkuákvæðisins“ beitt með þeim afleiðingum að málið var sett í þriðju umræðu. Ákvörðunin þótti, líkt og málið allt, umdeild. Frumvarpið var lagt fram þann 30. apríl. Fyrstu umræðu lauk með atkvæðagreiðslu þann 12. maí og fór þar með til atvinnuveganefndar. Þaðan var það afgreitt þann 14. júní. Þá hófst hin sögulega önnur umræða en frumvarpið var á dagskrá 21 þingfundar í annarri umræðu. 71. grein þingskapalaga var sem fyrr segir beitt síðastliðinn föstudag en hún kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. Þriðju og síðustu umræðu lauk í dag. Á þingfundi í dag sökuðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spáðu því að málið verði henni að lokum að falli. Tvær breytingatillögur á frumvarpinu voru lagðar fram að þriðju umræðu lokinni. Önnur var felld en hin samþykkt að hluta til. Ráðherrar föðmuðust að máli loknu Í skýringu á atkvæði sínu og jafnframt síðustu ræðu sem flutt var í málinu öllu sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra að umræðan um sjávarútveg á Íslandi hafi undanfarna áratugi hverfst um hve lítinn hlut þjóðin hafi borið af nýtingarrétti auðlinda. „Um það óréttlæti hefur verið staðinn vörður af fyrrverandi stjórnum. Umræðan hefur harðnað undanfarin ár eftir því sem sífellt hefur komið betur í ljós sú gríðarlega auðsöfnun örfárra aðila í ljósi og krafti þessa sama nýtingarréttar. Og nú er verið að leiðrétta það mikla prinsippmál.“ Hún segir fátt fjarri sannleikanum en málflutningur stjórnarandstöðunnar sem telji sig tala máli landsbyggðarinnar. „Það er nákvæmlega á landsbyggðinni sem þetta gríðarlega óréttlæti hefur komið í ljós. Samþætting brottfararskipa, tilfærsla kvóta, auðsöfnun og það að þetta hefur ekki skilað sér til þjóðarinnar með tilheyrandi uppbyggingu innviðaskuldar. Því breytum við nú, þetta er góður dagur. Ég segi já,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Þar á eftir gerði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hlé á þingfundi og Hanna Katrín og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sjást fallast í faðma. Á vef Alþingis kemur fram hverjir greiddu atkvæði með og gegn frumvarpinu. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með því eru eftirfarandi: Arna Lára Jónsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Dagur B. Eggertsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Grímur Grímsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Inga Sæland, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Gnarr, Jónína Björk Óskarsdóttir, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Kristján Þórður Snæbjarnarson , Kristrún Frostadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Logi Einarsson, María Rut Kristinsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnar Þór Ingólfsson, Sigmar Guðmundsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Helgi Pálmason, Sigurjón Þórðarson, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, Víðir Reynisson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ráðherra fjarverandi Þá greiddu eftirfarandi þingmenn gegn frumvarpinu: Árni Helgason, Bergþór Ólason, Birna Bragadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jón Pétur Zimsen, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Adolfsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Vilhjálmur Árnason, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn B Sæmundsson. Guðmundur Ingi Kristinsson barna- og menntamálaráðherra, Jens Garðar Helgason, Jónína Brynjólfsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru fjarverandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira