Innlent

Ráðist á nemanda Valhúsaskóla í Haga­skóla

Lögregla hefur líkamsárás á sameiginlegu skólaballi Valhúsaskóla og Hagaskóla, sem haldið var í síðarnefnda skólanum í gærkvöldi, til rannsóknar. Óttast var að nemandi við Valhúsaskóla hefði handleggsbrotnað eftir árásina en við nánari skoðun reyndist það ekki rétt.

Innlent

Tíma­mót hjá fötluðu fólki á Ís­landi

Alþingi samþykkti í dag fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks hér á landi. Áætlunin felur í sér 60 aðgerðir til að koma í framkvæmd ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins hér á landi.

Innlent

Leigj­endur afar ó­sáttir við ný­gerða kjara­samninga

Stjórn Leigjendasamtakanna segja framlag stjórnvalda óboðlegt og forsendur fyrir kjarasamningi, sem forysta launafólks kvittar undir þar sem leigjendur skuli axla frekari byrðar til að styðja við lægri greiðslubyrði til handa þeim sem eru með húsnæðislán, vera að sama skapi fullkomlega óboðlegt.

Innlent

„Við höfum verið mjög feimnir gagn­vart þessu“

„Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson.

Innlent

Bein út­sending: Hamingja og sjálf­bær vel­sæld

„Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Innlent

Baldur býður sig fram

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu.

Innlent

Naglarnir raðist í líkistu ríkis­stjórnarinnar

„Þetta er orðið þreytt ástand. Þetta er einhvern veginn eins og Weekend at Bernie´s, þegar þeir drösluðust með lík heila helgi. Ríkisstjórnin er löngu dauð en einhvern veginn skröltir hún áfram,“ dæsir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Hann er að öðru leyti hress og segir hamingjuna eiga heimilisfesti í Flóanum.

Innlent

Vís­bendingar um að gosið geti varað lengi

Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur.

Innlent

„Ljóst að hann réð ekki við verk­efnið“

Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag.

Innlent

„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum.

Innlent

„Þetta eru æru­meiðingar, Gunnar Ingi!“

„Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ hrópaði Páll skipstjóri Steingrímsson að Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns. Dómari þurfti að sussa á Pál svo málflutningur gæti haldið áfram.

Innlent

Ó­lík­legt að spilað verði í Grinda­vík í sumar

Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar.

Innlent

Vill festa stuðning við Úkraínu í sessi

Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára á Alþingi í dag. Markmið stefnunnar er að festa umfangsmikinn stuðning Íslands við Úkraínu í varnarstríði sínu gegn innrásarliði Rússlands í sessi til langframa.

Innlent