Handbolti

„Maður felldi tár yfir þessum stór­kost­legu stuðnings­mönnum“

„Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við.

Handbolti

„Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“

„Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26.

Handbolti

„Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“

„Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega.

Handbolti

Pallborðið: HM-veislan hefst í dag

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM þegar það mætir Portúgal í Kristianstad í kvöld. Í tilefni af því var sérstakt HM-Pallborð á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag.

Handbolti

Hafa aldrei spilað um verðlaun á HM en nokkrum sinnum munaði svo litlu

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti og í raun aldrei spilað um verðlaun ólíkt því sem liðið hefur gert oftar en einu sinni á bæði Ólympíuleikum og Evrópumótum. Nú eru verðlaunavæntingar hjá sumum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst hjá okkar mönnum í kvöld.

Handbolti

Pressan engin afsökun

„Þetta er frábær höll. Ég hef spilað hérna einu sinni eða tvisvar með landsliðinu og félagsliði á móti Óla [Guðmundssyni] og þeim í Meistaradeildinni og hér myndast mikil stemning og þetta er algjör gryfja,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fyrir fyrstu æfingu landsliðsins á HM í handbolta en liðið mætir Portúgal í fyrsta leik mótsins annað kvöld.

Handbolti

Spáir Ís­landi heims­meistara­titlinum

Einn sérfræðinga handknattleikshlaðvarpsins (Un)informed Handball Hour spáir Íslandi sigri á heimsmeistaramótinu í handknattleik en mótið hófst í gær. Ísland hefur leik í dag þegar þeir mæta Portúgal.

Handbolti

Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig.

Handbolti