Handbolti

„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“

Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið.

Handbolti

Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“

Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum.

Handbolti

Svona var HM-hópurinn tilkynntur

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn sem fer á HM í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði.

Handbolti

Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks

Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Handbolti

Aron formlega kynntur til leiks hjá FH

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu.

Handbolti

Aron á heimleið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH.

Handbolti