Handbolti

Saga Sif kemur inn fyrir Steinunni

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðisins í handbolta, verður ekki með þegar liðið mætir Grikklandi í kvöld. Steinunn meiddist þegar stelpurnar töpuðu gegn Norður Makedóníu í gærkvöldi. Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn í hennar stað og gæti spilað sinn fyrsta landsleik.

Handbolti

Gott að finna sigurtilfinninguna

„Það gekk ekki allt upp í dag en við skorum 28 mörk sem er frábært. Við stöndum vörnina ágætlega og liðið fær kredit fyrir það. Við breytum varnarleiknum í hálfleik. Setjum Didda inn á sem kom frábærlega inn í þetta. Við náðum að stjórna tempóinu aðeins betur í seinni hálfleik þannig að þetta var bara fínt,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs eftir 28-25 sigur á ÍR í kvöld.

Handbolti

Landsliðsmenn í eldlínunni

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart er liðið vann 27-23 sigur á Balingen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti

Snorri Steinn: Ég er grautfúll

„Ég er grautfúll. Við köstuðum þessu frá okkur og ég er mjög svekktur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir naumt tap gegn ÍBV í kvöld.

Handbolti

Yfir­gefur Alingsås í sumar

Aron Dagur Pálsson mun yfirgefa sænska handknattleiksliðið Alingsås nú í sumar er yfirstandandi leiktíð lýkur. Aron Dagur hefur verið í herbúðum félagsins í tvö ár en finnst kominn tími á breytingu.

Handbolti