Handbolti

Davíð B. Gíslason látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davíð B. Gíslason, 1969-2022.
Davíð B. Gíslason, 1969-2022. hsí

Davíð B. Gíslason, varaformaður Handknattleikssambands Íslands, lést á heimili sínu á laugardaginn eftir baráttu við krabbamein í heila. Hann var 52 ára.

Davíð gegndi trúnaðarstörfum fyrir HSÍ um árabil. Hann var formaður laganefndar HSÍ og í stjórn sambandsins sem varaformaður þess frá 2013. Davíð sat í laganefnd ÍSÍ frá 2017 og var formaður þeirrar nefndar frá 2019.

Davíð lék með meistaraflokki Gróttu allan sinn feril, ef frá eru talin tvö tímabil sem hann var í herbúðum Fram. Þá lék hann með öllum yngri landsliðum Íslands. Davíð sat um tíma í stjórn handknattleiksdeildar Gróttu.

Davíð greindist með illkynja krabbamein í heila fyrir um ári síðan. Hann fór í erfiðar meðferðir gegn meininu, bæði geisla- og lyfjameðferðir, en þær báru ekki tilætlaðan árangur. Um miðjan janúar var svo ákveðið að hætta meðferðinni.

Davíð (til hægri) og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, með Karenu Knútsdóttur fyrir leik Íslands og Frakklands 2019. Karen var þarna heiðruð fyrir að leika sinn hundraðasta landsleik.vísir/bára



Fleiri fréttir

Sjá meira


×