Galið handboltamark í landi Evrópumeistaranna: Hvernig er þetta hægt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Casper Käll sést hér skora markið sitt en hann virtist storka þyngdarlögmálinu í skoti sínu. Skjámynd/SVT Það er handboltaæði gangi í Svíþjóð eftir Evrópumeistaratitil sænska landsliðsins á dögunum og geggjað mark í einum fyrsta leiknum eftir Evrópumótið kláraðist fór á mikið flug á samfélagsmiðlum. Það var heldur ekki að ástæðulausu enda geggjað mark. Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan. Sænski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan.
Sænski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti