Handbolti

„Mér finnst framtíðin ótrúlega björt“

„Þetta er einstakur hópur og ég vona að það skili sér heim í stofu hvers konar ofboðsleg barátta og ósérhlífni er hér í gangi.“ Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við RÚV eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi.

Handbolti

„Sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði“

„Við spiluðum mjög góða sókn mest allan leikinn. Við fáum frábært færi nánast hverri sókn en eins góð vörnin hefur verið þá klikkar hún dálítið í dag,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, eftir tapið gegn Norðmönnum á HM í Egyptalandi í kvöld.

Handbolti

Sigldu í Strand í St. Gallen

Ísland mætir Noregi í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Þetta er jafnframt lokaleikur Íslendinga á HM. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Handbolti

„Þetta er grátlegt“

Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri.

Handbolti