Handbolti

Hélt að það væri verið að gera at í sér

Nýliðar ÍR hafa komið flestum á óvart það sem af er tímabili í Olís-deild kvenna. Þjálfari liðsins segir gengið framar vonum en ÍR-ingar hafi haft nokkuð stóra drauma fyrir tímabilið. Hún bjóst alls ekki við því að fara út í þjálfun þegar leikmannaferlinum lauk.

Handbolti

Toppliðin skildu jöfn í æsi­spennandi leikjum

Kolstad og PSG gerðu æsispennandi 28-28 jafntefli sín á milli í 8. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson fór að venju mikinn í liði Kolstad og skoraði sjö mörk. Liðin sitja jöfn í 3. og 4. sæti A riðils. 

Handbolti

Leik lokið: FH - Grótta 31-24 | Hafn­firðingar tryggðu sér topp­sætið

FH tók á móti Gróttu í 10. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn átti FH möguleika á að tylla sér á toppinn á meðan Grótta gat með sigri fjarlægt sig frá fallsvæðinu. Það var hins vegar ljóst snemma leiks að FH-ingar ætluðu sér á toppinn og fór svo að lokum að liðið vann afar sannfærandi 7 marka sigur 31-24.

Handbolti

Sjokk að fá þessar fréttir

Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út.

Handbolti

Ís­lendinga­lið Mag­deburgar á toppinn

Magdeburg vann góðan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Íslendingalið Melsungen vann einnig sinn leik en bæði lið eru í efstu þremur sætum deildarinnar. Ólafur Stefánsson byrjar á tapi í B-deildinni.

Handbolti

Viktor Gísli öflugur í sigri

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik þegar Nantes lagði Nimes með fimm marka mun í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti

Mögnuð Sandra allt í öllu hjá Metzin­gen

Sandra Erlingsdóttir var hreint út sagt mögnuð í útisigri Metzingen á Wildungen í þýsku úrvalsdeild kvenna í handbolta, lokatölur 32-37. Þá vann Flensborg sannfærandi sigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta, lokatölur 33-25.

Handbolti

Hákon skoraði fimm í sigri í Íslendingaslag

Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk fyrir Eintracht Hagen er liðið vann þriggja marka sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, Sveini Jóhannssyni og félögum í Minden í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 37-34.

Handbolti

Valur vann í Eyjum og ÍR vann á Akur­eyri

Tveir af þremur leikjum kvöldsins í Olís deild kvenna í handbolta er nú lokið. ÍR vann frábæran þriggja marka sigur á KA/Þór á Akureyri á meðan Íslandsmeistarar Vals unnu þægilegan átta marka sigur í Vestmannaeyjum.

Handbolti