Heimsmarkmiðin

Framtíð barna aldrei bjartari en núna

Aldrei í sögunni hafa nýfædd börn átt betri möguleika en nú til að vaxa úr grasi heilbrigð, menntuð og örugg, með tækifæri til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Aðeins fyrir tuttugu árum áttu helmingi fleiri börn á hættu að deyja fyrir fimm ára aldur.

Kynningar

Íslandi miðar vel í átt að heimsmarkmiðunum

Ísland hefur náð talsverðum hluta undirmarkmiða Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, einkum þeim sem snúa að fræðslu fullorðinna, kunnáttu í upplýsingatækni, hlutfalli endurnýjanlegrar orku og loftgæðum. Hins vegar erum við fjarri því að ná 5% undirmarkmiðanna, meðal annars hvað varðar orkunýtingu og spilliefni.

Kynningar

Óvissa og spenna daginn fyrir kjördag í Malaví

Þrennar kosningar fara fram í Malaví á morgun, þriðjudag. Þá verða samtímis forseta,- þing- og sveitarstjórnakosningar í landinu. Á kjörskrá eru 6,7 milljónir manna eða aðeins rúmlega þriðjungur þjóðarinnar.

Kynningar

Aldrei fleiri á hrakhólum innan eigin lands

Aldrei í sögunni hafa fleiri einstaklingar verið á hrakhólum innan eigin lands vegna átaka, ofbeldis og náttúruhamfara. Samkvæmt nýrri skýrslu voru 41,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi um síðustu áramót.

Kynningar

Grípa verður til aðgerða vegna metfjölda flóttamanna

Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi fyrir öryggisráðinu í síðustu viku að grípa til aðgerða vegna metfjölda vegalausra einstaklinga. Hann minnti þjóðarleiðtoga á að þeir gegni lykilhlutverki í því að bregðast við neyðarástandinu sem ríkir vegna flótta- og farandfólks, nú þegar hatursorðræða gegn því færist sífellt í aukana.

Kynningar

Kapp lagt á að hefta útbreiðslu kóleru

Yfirvöld í Mósambík berjast við að hefta útbreiðslu kóleru í norðurhluta landsins í kjölfar fellibylsins Kenneth og úrhellis síðustu dagana. Í síðustu viku var lýst yfir að kóluerufaraldur geisaði á hamfarasvæðunum eftir að tilvikum sjúkdómsins fjölgaði ört.

Kynningar

Umsóknarfrestur um ungmennaráð heimsmarkmiðanna að renna út

Eftir fáeina daga rennur út umsóknarfrestur um fulltrúa í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Opnað var fyrir umsóknir í síðasta mánuði á vef Stjórnarráðsins og óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.

Kynningar

Óttast að ebóla berist yfir til Úganda

Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar.

Kynningar

Ísland og UNESCO gera rammasamning um þróunarsamvinnu

Ísland og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hafa gert með sér samstarfssamning á sviði þróunarsamvinnu. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Xing Qu, aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu rammasamning þess efnis fyrr í vikunni.

Kynningar

Breyta örvæntingu í von

Rúmum einum mánuði eftir að fellibylurinn Idai fór hamförum yfir Mósambík og nágrannaríki hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) veitt einni milljón íbúa mataraðstoð.

Kynningar