Körfubolti

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni

Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.

Körfubolti

„Það eru engin leiðindi milli mín og Craig“

Körfuboltasamfélagið á Íslandi var mikið að velta því fyrir sér af hverju Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var ekki valinn af Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, í síðasta landsliðshóp gegn Hollendingum og Rússum. Sigurður hefur að undanförnu ekki gefið kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum en var þó tilbúinn í slaginn fyrir síðasta glugga ef kallið hefði komið.

Körfubolti

Naumur sigur Valsara gegn botnliðinu

Valsmenn unnu nauman fjögurra stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-79, en með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið.

Körfubolti

Curry nálgast þristamet Allens og Miami vann meistarana

Stephen Curry nálgast óðum met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Curry setti niður sex þrista í 104-94 sigri Golden State Warriors á Portland Trail Blazers í nótt og vantar nú aðeins níu þrista til að jafna met Allens.

Körfubolti