Hjalti Þór eftir að Keflavík braut sópinn: Megum ekki fara of hátt upp Siggeir F. Ævarsson skrifar 12. apríl 2023 20:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu yfirburða sigur á Tindastóli í kvöld í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla, lokatölur 100-78. Keflvíkingar virtust vera með góð tök á leiknum allt frá upphafi og gestirnir aldrei líklegir til að gera leikinn spennandi. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki fara fram úr sér í gleðinni en tók undir að hans menn hafi náð að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Það má segja það. Allir sem komu inn á voru að leggja í púkkið og allir tilbúnir að leggja sig fram. Bara virkilega flott. Við vorum líka alveg heppnir að þeir voru ekki að hitta eins vel og áður. Við megum ekki fara of hátt upp. Þeir voru kannski ekkert endilega að spila sinn besta leik. Þannig að við þurfum að vera klárir í næsta leik.“ Talandi um að leggja í púkkið, þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum. Á 24 mínútum skoraði hann 16 stig og klikkaði ekki úr skoti. Fjórir þristar og tvær kraftmiklar troðslur sem kveiktu í áhorfendum. „Hann auðvitað byrjaði tímabilið frábærlega og var virkilega flottur. En svo var hann meiddur heillengi en er aðeins að koma til baka og er orðinn heill núna. Hann er bara að sýna hvað hann getur.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að Keflvíkingar ættu bara eitt líf eftir en Skagfirðingar þrjú, og verkefni kvöldsins væri að taka eitt af þeim. Verkefnið er því hvergi nærri búið, framundan er ferð norður yfir heiðar, og það má reikna með að lætin og stemmingin í Síkinu verði ekki minni en í Blue-höllinni í kvöld. „Það verður bara áskorun fyrir okkur. Það er risa áskorun að fara á Krókinn og taka þá. Það er bara þannig. Við eigum ennþá eitt líf og þeir eiga tvö. Við tókum eitt líf af þeim núna. Við bara förum brattir á Krókinn og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að taka þá þar,“ sagði Hjalti Þór að lokum, stóískur að vanda. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki fara fram úr sér í gleðinni en tók undir að hans menn hafi náð að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Það má segja það. Allir sem komu inn á voru að leggja í púkkið og allir tilbúnir að leggja sig fram. Bara virkilega flott. Við vorum líka alveg heppnir að þeir voru ekki að hitta eins vel og áður. Við megum ekki fara of hátt upp. Þeir voru kannski ekkert endilega að spila sinn besta leik. Þannig að við þurfum að vera klárir í næsta leik.“ Talandi um að leggja í púkkið, þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum. Á 24 mínútum skoraði hann 16 stig og klikkaði ekki úr skoti. Fjórir þristar og tvær kraftmiklar troðslur sem kveiktu í áhorfendum. „Hann auðvitað byrjaði tímabilið frábærlega og var virkilega flottur. En svo var hann meiddur heillengi en er aðeins að koma til baka og er orðinn heill núna. Hann er bara að sýna hvað hann getur.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að Keflvíkingar ættu bara eitt líf eftir en Skagfirðingar þrjú, og verkefni kvöldsins væri að taka eitt af þeim. Verkefnið er því hvergi nærri búið, framundan er ferð norður yfir heiðar, og það má reikna með að lætin og stemmingin í Síkinu verði ekki minni en í Blue-höllinni í kvöld. „Það verður bara áskorun fyrir okkur. Það er risa áskorun að fara á Krókinn og taka þá. Það er bara þannig. Við eigum ennþá eitt líf og þeir eiga tvö. Við tókum eitt líf af þeim núna. Við bara förum brattir á Krókinn og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að taka þá þar,“ sagði Hjalti Þór að lokum, stóískur að vanda.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira