Lífið

Bréf dóttur upphafið að ógleymanlegu bónorði

Dóra Dúna Sighvatsdóttir ljósmyndari og Guðlaug Björnsdóttir förðunarfræðingur eru orðnar hjón. Þær trúlofuðu sig á Ítalíu í fyrra eftir rómantískt bónorð sem byrjaði á fallegu bréfi dóttur Guðlaugar sem fékk gesti til að fella tár. Nánustu vinir og fjölskylda fögnuðu með hjónunum í Fríkirkjunni í Reykjavík um helgina. 

Lífið

Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay var ó­væntur gestur á veitinga­staðnum OTO á Hverfis­götu í gær­kvöldi. Eig­andinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.

Lífið

Segist sjá eftir því að hafa farið í lýta­að­gerð

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner greinir frá því í nýjasta þættinum af The Kardashians að hún hafi farið í lýtaaðgerð. Áður hefur Jenner sagt að hún hafi einungis fengið sér fyllingar í varirnar en nú segist hún hafa farið í lýtaaðgerð fyrir nokkrum árum síðan.

Lífið

Einar Örn: Hennar framlag var að vera alltaf Sinéad O‘Connor

Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður segir að Sinéad O'Connor verði helst minnst fyrir að hafa alltaf verið hún sjálf. Hún hafi verið á undan sinni samtíð í gagnrýni á kaþólsku kirkjuna fyrir illa meðferð á börnum og konum og verið refsað fyrir það á sínum tíma.

Lífið

„Hún var nógu klikkuð til að segja já“

Bandaríski fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan og jógakennarinn Sky Daily eru nú trúlofuð en rúmt ár er síðan þau byrjuðu saman. Hogan bar upp spurninguna á veitingastað í borginni Tampa í Flórída í Bandaríkjunum en um er að ræða þriðju trúlofun glímukappans.

Lífið

Fjöldi hugmynda að fjölbreyttara kynlífi

Nýjungar og fjölbreytni í kynlífi er mikilvægt til að halda neistanum í sambandinu að sögn breska kynlífsráðgjafans Tracey Cox. Hún birtir lista yfir tuttugu atriði á vefsíðu sinni sem gæti veitt pörum innblástur í tilhugalífið.

Lífið

Ekki sjálf­gefið að elska slíka stærð af manni

Edda Björgvinsdóttir, leikkona segir mikilvægt að opna umræðuna um sjálfsvíg, geðheilbrigðismál og hvernig haldið er utan um aðstandendur fórnarlamba sjálfsvíga. Hún segir það að missa aðstandanda úr sjálfsvígi eitt erfiðasta áfall sem hægt sé að takast á við. Sem hluta af bataferlinu skráði Edda sig í nám í sálgæslu við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan í vor. 

Lífið

Hjólar í eigin að­dá­endur

Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. 

Lífið

Sér tækifæri í Cher-útbúnum ísbíl

Tónlistarkonan Cher hefur ákveðið að leita á nýjar slóðir og selja ís í eigin nafni, svokallaðan Cherlato. Hún segir að um sé að ræða verkefni sem sé búið að vera lengi í undirbúningi. Þá fullvissar hún aðdáendur sína um að þetta sé ekki grín.

Lífið

Hegðunin á flug­vellinum hafi gert út­slagið

Fyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne segir það vel þess virði að hafa ákveðið að verða edrú. Hún segir það hafa gert útslagið að sjá sjálfa sig að haga sér furðulega á flugvelli. Þá hafi hún ákveðið að fara í meðferð.

Lífið

Dagurinn dá­sam­legur þrátt fyrir að nær ekkert hafi farið eftir plani

„Við erum í smá spennufalli eftir þetta,“ segir verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda. Hún og Markus Wasserbaech giftu sig við hátíðlega athöfn um helgina. Þetta var í annað sinn sem hjúin gengu í það heilaga en fyrst giftu þau sig við litla athöfn í Covid faraldrinum. Því var tilhlökkunin mikil við að fagna ástinni með vinum og vandamönnum.

Lífið

Brady og Shayk rugla saman reitum

NFL-goðsögnin Tom Brady og ofurfyrirsætan Irina Shayk sáust fara heim saman um helgina. Þau eru sögð hafa eytt nóttinu saman og á Brady að hafa skutlað Shayk heim morguninn eftir.

Lífið

Lá beinast við að sýna Björg­ólfi frænda nýja Rolex úrið

Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið.

Lífið

Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“

„Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn.

Lífið

Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju

„Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum.

Lífið

Vinaparið nefndi dótturina

Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson nefndu dótturina, sem kom í heiminn 4. júlí síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Stella Katrín Sigurjónsdóttir Imsland í blíðviðrinu í gær. 

Lífið

Stjörnulífið: Íslenskar barbies, brúðkaup og bossar

Barbie er sannarlega að eiga stórt móment í dægurmenningunni í dag og samfélagsmiðlastjörnur landsins taka því fagnandi. Ástin einkenndi síðastliðna viku með brúðkaupum og bumbumyndum og Íslendingar halda áfram að ferðast, hvort sem það er innanlands eða að elta sólina. 

Lífið

Hildur Guðna og Sam giftu sig á á­star­f­leyi

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það.

Lífið