Lífið

Nýr pipar­sveinn á átt­ræðis­aldri

Raunveruleikaþættirnir Bachelor hafa lengi verið vinsælir en í haust hefst ný útgáfa af þáttunum, The Golden Bachelor. Þar er piparsveinninn ekki ungur maður í leit að fyrstu ástinni sinni heldur karlmaður á áttræðisaldri sem leitar að ástinni í annað skipti.

Lífið

Lohan er kominn í heiminn

Lindsay Lohan er orðin mamma. Hún eignaðist sitt fyrsta barn með eigin­manni sínum Bader Shammas og er um að ræða strák. Hann hefur þegar fengið nafnið Luai en drenginn fæddi Lohan á Dubai þar sem parið býr.

Lífið

Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn

Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. 

Lífið

Þveraði landið með föður sínum á fjórhjóli

Fyrir rúmri viku síðan lagði Birna Bragadóttir af stað í ævintýraför ásamt föður sínum, Braga Guðmundssyni. Feðginin ferðuðust á fimm dögum þvert yfir Ísland á fjórhjólum, horn í horn eins og þau kalla það.

Lífið

Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu

Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun.

Lífið

Frið­rik Ómar selur slotið

Söngvarinn síkáti, Friðrik Ómar hefur sett hús sitt á sölu en eignin er staðsett norður á Akureyri. Ásett verð fyrir fermetrana 139 eru rúmar 68 milljónir.

Lífið

Kúkaði á sig á miðjum tón­leikum

Tónlistarmaðurinn Joe Jonas, þriðjungur þríeykisins Jonas Brothers, segist hafa kúkað á sig á miðjum tónleikum. Hann segist verið klæddur í hvít föt þegar það gerðist og þess vegna þurft að drífa sig baksviðs og skipta um föt.

Lífið

Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina

Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp.

Lífið

Dánarorsök Presley liggur fyrir

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, lést í janúar á þessu ári eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús með hjartastopp. Dánarorsök hennar liggja nú fyrir en hún lést vegna fylgikvilla þyngdartapsaðgerðar.

Lífið

„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“

Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. 

Lífið

Hönnunar­perla Elmu í Icewear til sölu

Elma Björk Bjart­mars­dótt­ir, markaðsstjóri Icewe­ar, og Orri Pétursson eig­inmaður henn­ar hafa sett einbýlishús sitt við Grundarsmára 9 í Kópavogi til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 199 milljónir.

Lífið

Love Is­land stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið

Davi­de Sancli­menti, sam­fé­lags­miðla­stjarna sem gerði garðinn frægan í Love Is­land, hefur rofið þögnina eftir að mynd­band birtist af honum á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann virtist neyta eitur­lyfja á skemmti­stað á I­biza.

Lífið