Umdeilt uppáhald arkitekts við Austurvöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2024 17:06 Birkir Ingibjartsson arkitekt bendir hér á eitt af sínum uppáhalds húsum við Austurvöll, hús Almennra trygginga að Pósthússtræti 9 sem tekið var í notkun árið 1960. Arkitekt segir mikilvægt að hafa söguna til grundvallar þegar ný hús eru byggð. Hann telur þó málflutning doktors í umhverfissálfræði, sem var í viðtali í Íslandi í dag í síðustu viku, einföldun á margslungnu fyrirbæri. Téður doktor, Páll Jakob Líndal, er þeirrar skoðunar að sagnfræðin og sálfræðin hafi orðið útundan við hönnun á nýbyggingum, einkum í miðbænum. Páll lýsti meðal annars Smiðu, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis sem „árás inn í umhverfið“ en var afar ánægður með nýbyggingar í Hafnarstræti, sem reistar eru í gamaldags stíl í anda þess sem gjarnan var byggt á fyrri hluta síðustu aldar. Arkítektar risu víða upp á afturlappirnar við þennan málflutning Páls. Á meðal þeirra sem eru honum um margt ósammála er Birkir Ingibjartsson, arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Arkitektúr er mjög margslungið fag og að búa til borg hefur margar víddir. Mér fannst Páll taka heldur einfaldan póll í hæðina á köflum,“ segir Birkir. „Ég er sammála því að ég held það sé mikilvægt að við vinnum með söguna í borginni. Það er sterkur hluti af öllum lifandi borgum að sagan sé sýnileg og að hvert tímabil í sögu borgarinnar fái að njóta sín. Og það er eitthvað sem ég myndi segja að sé nokkuð ríkt í Reykjavík. Við erum með mörg hús sem byggð eru á ólíkum tíma. Þótt að Ráðhúsið virki nútímalegt þá er það þrjátíu ára gamalt eða svo, Oddfellowhúsið er áttatíu, níutíu ára og svo erum við með eitt nýfætt,“ segir Birkir og bendir á Smiðju. Sjálfur lýsir hann sig mikinn aðdáanda byggingarinnar. Glerhýsinu að Pósthússtræti 9 var lýst sem „þyrni í augum margra“ í þessari grein blaðsins Dags - Íslendingaþátta árið 2000. „Ekki af því að byggingin sjálf sé ljót, öðru nær, heldur vegna þess að húsið fer illa við hinar tilkomumiklu byggingar beggja vegna við.“ Máli sínu til stuðnings bendir Birkir á hús Almennra trygginga sem tekið var í notkun árið 1960. Húsið stendur mitt í Guðjóns Samúelssonar-samloku, ef svo má að orði komast, og Birkir segir hana gott dæmi um hvernig byggingarstílar mismunandi tímabila í sögunni kallist á - og njóti sín saman. Húsið var raunar umdeilt á sínum tíma, þar sem mörgum þótti það einmitt passa illa við sköpunarverk Guðjóns. „Hér kemur þessi ótrúlega einfalda, græna bygging á milli Hótel Borgar og Apóteksins, sem maður þekkir vel. Þetta hús er eitt af mínum uppáhalds við Austurvöll. Það að þetta hús komi hér á milli, að það sé ekki enn ein bygging í sama stíl og Hótel Borg eða Apótekið, það gefur þessum tveimur síðarnefndu meira vægi að fá yngri „aðila“ með sér. Kontrastinn á móti gefur þeim aukna vigt.“ Göngutúr með Birki um Kvosina má horfa á í heild sinni hér fyrir ofan. Við stöldrum við fjölda mannvirkja - og Birkir segir okkur auk þess frá því sem honum þykir afleitt við nútímabyggingarlist. Skipulag Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Téður doktor, Páll Jakob Líndal, er þeirrar skoðunar að sagnfræðin og sálfræðin hafi orðið útundan við hönnun á nýbyggingum, einkum í miðbænum. Páll lýsti meðal annars Smiðu, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis sem „árás inn í umhverfið“ en var afar ánægður með nýbyggingar í Hafnarstræti, sem reistar eru í gamaldags stíl í anda þess sem gjarnan var byggt á fyrri hluta síðustu aldar. Arkítektar risu víða upp á afturlappirnar við þennan málflutning Páls. Á meðal þeirra sem eru honum um margt ósammála er Birkir Ingibjartsson, arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Arkitektúr er mjög margslungið fag og að búa til borg hefur margar víddir. Mér fannst Páll taka heldur einfaldan póll í hæðina á köflum,“ segir Birkir. „Ég er sammála því að ég held það sé mikilvægt að við vinnum með söguna í borginni. Það er sterkur hluti af öllum lifandi borgum að sagan sé sýnileg og að hvert tímabil í sögu borgarinnar fái að njóta sín. Og það er eitthvað sem ég myndi segja að sé nokkuð ríkt í Reykjavík. Við erum með mörg hús sem byggð eru á ólíkum tíma. Þótt að Ráðhúsið virki nútímalegt þá er það þrjátíu ára gamalt eða svo, Oddfellowhúsið er áttatíu, níutíu ára og svo erum við með eitt nýfætt,“ segir Birkir og bendir á Smiðju. Sjálfur lýsir hann sig mikinn aðdáanda byggingarinnar. Glerhýsinu að Pósthússtræti 9 var lýst sem „þyrni í augum margra“ í þessari grein blaðsins Dags - Íslendingaþátta árið 2000. „Ekki af því að byggingin sjálf sé ljót, öðru nær, heldur vegna þess að húsið fer illa við hinar tilkomumiklu byggingar beggja vegna við.“ Máli sínu til stuðnings bendir Birkir á hús Almennra trygginga sem tekið var í notkun árið 1960. Húsið stendur mitt í Guðjóns Samúelssonar-samloku, ef svo má að orði komast, og Birkir segir hana gott dæmi um hvernig byggingarstílar mismunandi tímabila í sögunni kallist á - og njóti sín saman. Húsið var raunar umdeilt á sínum tíma, þar sem mörgum þótti það einmitt passa illa við sköpunarverk Guðjóns. „Hér kemur þessi ótrúlega einfalda, græna bygging á milli Hótel Borgar og Apóteksins, sem maður þekkir vel. Þetta hús er eitt af mínum uppáhalds við Austurvöll. Það að þetta hús komi hér á milli, að það sé ekki enn ein bygging í sama stíl og Hótel Borg eða Apótekið, það gefur þessum tveimur síðarnefndu meira vægi að fá yngri „aðila“ með sér. Kontrastinn á móti gefur þeim aukna vigt.“ Göngutúr með Birki um Kvosina má horfa á í heild sinni hér fyrir ofan. Við stöldrum við fjölda mannvirkja - og Birkir segir okkur auk þess frá því sem honum þykir afleitt við nútímabyggingarlist.
Skipulag Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03