Lífið

Ávaxtakarfan frum­sýnd í Hvera­gerði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Skilaboðin í Ávaxtakörfunni eru mjög skýr, ekkert einelti og allir eiga að vera góðir við alla.
Skilaboðin í Ávaxtakörfunni eru mjög skýr, ekkert einelti og allir eiga að vera góðir við alla. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Immi ananas, Mæja jarðarber, Rauða eplið, Gedda gulrót og græni bananinn verða eflaust áberandi í Hveragerði á næstu vikum því Ávaxtakarfan var frumsýnt þar í dag eftir margra vikna æfingaferli. Leikstjórinn er hæst ánægður með útkomuna.

Leikfélag Hveragerðis er ótrúlega öflugt áhugaleikfélag, sem hefur sett upp mörg skemmtileg verk á síðustu árum.

„Þetta er alveg rosalega duglegt fólk og það sem er svo frábært, ef maður kemur með hugmynd þá er hún framkvæmd strax. Þetta eru mikil hæfileikabúnt og syngja eins og englar. Þau eru alveg rosalega dugleg,” segir Gunnar Gunnsteinsson, leikstjóri.

Á þetta ekki alveg eftir að slá í gegn?

„Ég vona það, allavega er boðskapurinn þess virði er það ekki, einelti og fordómar, er það ekki enn þá við lýði í okkar samfélagi?,” bætir Gunnar við.

Gunnar Gunnsteinsson, leikstjóri, sem var mjög ánægður með hvað frumsýningin tókst vel og hann hrósar leikrunum og félögum í Leikfélagi Hveragerðis.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En af hverju ætti fólk að koma á þessa sýningu?

„Út af því að þetta er geggjuð sýning með góð skilaboð. Þetta er besta sýning sem þið getið horft á. Já, ógeðslega skemmtileg, ógeðslaga falleg skilaboð, geggjaður söngur, geggjuð lög, án djóks,” segja þrír af leikrum sýningarinnar eða þau Ronja Lena Hafsteinsdóttir, Viktor Logi Sigurðsson og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir.

Já, skilaboðin eru mjög skýr í Ávaxtakörfunni.

„Ekki leggja í einelti, það er bannað, eða verða leiðinlegur, allir eiga að vera vinir,” segja þau í kór.

Hægt er að panta miða á sýninguna hér

Þrír af leikurum sýningarinnar, eða þau frá vinstri, Ronja Lena Hafsteinsdóttir, Viktor Logi Sigurðsson og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.