Lífið

Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara

PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum.

Lífið

„Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“

Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 

Lífið

Samtal um þriðju vaktina er nauðsynlegt

Frumkvæði eða skortur þar á er oft vandamál sem kemur upp hjá pörum segir Hafliði Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi í viðtali hjá Reykjavík síðdegis. Hinn aðilinn þarf að vera viljugur til þess að taka þátt í verkefnum innan heimilisins til þess að finna jafnvægi sem hentar öllum en viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.

Lífið

Hipsumhaps færði Votlendissjóði 400.000 krónur

Hljómsveitin Hipsumhaps hefur afhent Votlendissjóði 400.000 krónu stuðning til endurheimtar votlendis. Hér er um að ræða afrakstur sölu á stafrænum eintökum af síðustu plötu Hipsumhaps sem ber nafnið „Lög síns tíma.”

Lífið

Berglind Festival selur risíbúðina

Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir, oft kölluð Berglind Festival, er að selja íbúðina sína á Njálsgötu. Íbúðin er ótrúlega litrík og þar setja skrautlegar flísar sterkan svip.

Lífið

Fallegt einbýli Margrétar og Ómars

Í síðasta þætti af Heimsókn bankaði Sindri upp á hjá Margréti Ýri Ingimarsdóttur sem býr í fallegu húsi í Garðabænum þar sem allt hefur verið tekið í gegn af innanhússarkitektinum Berglindi Berndsen.

Lífið

Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“

„Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue.

Lífið

„Maður er sjálfur ákveðið vörumerki“

Hlynur M. Jónsson er fasteignamiðlari og áhrifavaldur sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir líflegar kynningar sínar á því lúxuslífi sem miðjarðarhafseyjan Kýpur býður upp á, en þar hefur Hlynur verið búsettur undanfarin ár þar sem hann hefur starfað sem alþjóðlegur sölufulltrúi fasteigna.

Lífið

Hafa úr­skurðað um or­sök dauða Bob Saget

Fjölskylda bandaríska grínistans Bob Saget hefur nú greint frá því hvað það var sem dró Saget til dauða, en hann fannst látinn á hótelherbergi í Orlandi í Flórída í síðasta mánuði, 65 ára að aldri.

Lífið

Góðmennska sem eykur trú á mannkyninu

Þráður á Skreytum hús hópnum vakti trú margra á mannkyninu á ný þegar meðlimir kepptust um að fá að gleðja lítinn dreng en faðir hans er með ólæknandi krabbamein. Vinkona móðurinnar var að leita að innahúshönnuði til að aðstoða sig við að gleðja soninn en fyrr en varið voru ókunnugir búnir að bjóða sig fram í hin ýmsu verk.

Lífið

Tileinkaði fyrrverandi eiginmanni sínum sigur skilnaðarplötunnar

Adele kom sá og sigraði á Brit verðlaunaafhendingunni í gær þegar hún sigraði þrjá af fjórum stóru flokkunum. Hún vann sem besti listamaðurinn, besta platan og besta lagið fyrir Easy on me. Einnig stal demantshringur á baugfingri hennar sviðsljósinu og eru margir að velta því fyrir sér hvort um trúlofunarhring sé að ræða.

Lífið

Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna

Í sérstökum þætti af hlaðvarpinu Kviknar er einstök Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu. Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og hjálpar fólki að slaka vel á. 

Lífið

Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar

Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna.

Lífið

Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins

Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers.

Lífið

Mælirinn fullur hjá Kar­dashian sem á­kvað að svara fyrir sig

Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú.

Lífið

Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar

Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið.

Lífið

Ragnar svarar ekki í símann

Lokaþátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Það má með sanni segja að lokaþátturinn hafi vakið mikla athygli og endalokin mögnuð.

Lífið

Shay Mitchell á von á öðru barni

Leikkonan Shay Mitchell á von á sínu öðru barni með kærastanum Matte Babel en fyrir eiga þau eina dóttur. Shay er líklega þekktust fyrir leik sinn í Pretty Little Liars og You en hún stofnaði og rekur einnig fyrirtækið BÉIS.

Lífið