Lífið

Kvik­­mynda­­stjarna slær í gegn á Lands­­móti hesta­manna

Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar.

Lífið

Fannst eins og hann væri eini fulli í brekkunni fyrir há­degi

Daníel Jónsson hrossræktandi og hestamaður lenti í því leiðinlega atviki að þurfa að draga sig úr keppni á Landsmóti hestamanna daginn fyrir keppni vegna þess að hann fór úr axlarlið. Hann hafði áður farið úr axlarlið og kippti aftur í liðinn en fór svo aftur úr lið daginn fyrir keppni, allalvarlegar í það sinnið.

Lífið

Sauð upp úr í stjörnufansi á golfmóti Coolbet

Coolbet efndi til golfmóts á Grafarholtsvelli í blíðviðrinu á föstudaginn síðasta og var öllu til tjaldað. Stjörnur af öllum sviðum íslensks þjóðfélags voru viðstaddar og voru vellystingar í fyrirrúmi. Heimildir Vísis herma að soðið hafi upp úr milli tveggja keppenda í veislunni sem haldin var eftir að mótinu lauk. 

Lífið

Júlía Margrét gengin út

Rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir er gengin út. Sá heppni heitir Aron Björn Kristinsson og er öryggisráðgjafi hjá Öryggismiðstöðinni.

Lífið

Keppti við Prettyboitjokkó í kulda­skóm

Vinirnir Adam Ægir Pálsson knattspyrnumaður og Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, kepptu sín á milli í þættinum Golfarnum sem er á dagskrá á Stöð 2 öll sunnudagskvöld.

Lífið

Gyðjusamkoma með glæsi­legum gellum

Sóley Organics hélt á dögunum draumkennda gyðjusamkomu í þema Miðsumarsdraums í húsnæði fyrirtækisins á Hólmaslóð 6. Áhrifavaldar og aðrar glæsikonur borgarinnar voru meðal gesta og bauð sumarið upp á sitt allra besta veður.

Lífið

Biden móment hjá Nick Cave í Eld­borg

„Er einhver með lausa miða á Nick Cave?“ Svona færslur hafa vart farið fram hjá Facebook-notendum undanfarna daga. Vinsældir Ástralans hafa verið miklar á Íslandi undanfarna áratugi enda seldist upp á þrenna tónleika í Eldborg á nokkrum mínútum.

Lífið

Her­bert Guðmunds og Prettyboitjokko gefa út lag

Á föstudag kemur út nýtt lag þar sem Patrik og Hebbi leiða saman hesta sína til að flytja lagið Annan hring sem er eftir Patrik og Bomarz. Hægt er að hlusta á lagið að neðan en í upphafi þess má heyra stefið úr vinsælu lagi Herberts, Svaraðu.

Lífið

Ólafía Hrönn reyndist vera á bak við „stóra pokamálið“

Evu Björk Úlfarsdóttur, kvensjúkdóma- og fæðingarlækni, var ansi brugðið í gær þegar tólf ára sonur hennar sneri heim tómhentur úr búðarferð. Hann hafði keypt snarl klukkan tíu í gærkvöldi í Nettó á Granda en lenti í veseni með að flytja matvörupokann heim á hjólinu sínu.

Lífið

Tískudrottning og eig­andi Drykk bar selja slotið

Á Skógarvegi í Fossvogi er að finna huggulega tæplega 80 fermetra íbúð á jarðhæð með 40 fermetra palli sem snýr í suður/suðvestur. Íbúðin er í eigu tískudrottningarinnar og markaðsstjórans Töniu Lindar og Heimis Þórs eiganda Drykk bar og er nú til sölu.  

Lífið

Leysir frá brandar­askjóðunni

Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi.

Lífið

Er paprikan mín kven­kyns?

Þegar fréttir bárust af kynjuðum skuldabréfum á dögunum veltu sumir fyrir sér hvað kæmi næst. Og hvað kom næst? Jú, kynjaðar paprikur. Eða hvað?

Lífið

Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lög­reglan kom

Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði.

Lífið

Akur­eyringar komast loksins á Prikið

„Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent.

Lífið

Myndaveisla: Metfjöldi á opnunarhelgi Hjarta Hafnar­fjarðar

Fyrsta helgin tónlistahátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar fór fram síðustu helgi, áttunda árið sem að hátíðin er haldin. Uppselt var á tónleikana og milli fimm og sex þúsund manns mættu og hefur aldrei viðlíka fjöldi mætt á eina helgi, að sögn skipuleggjenda.

Lífið

Arnhildur til­nefnd til verð­launa

Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.

Lífið

Cara í kossaflensi á Glastonbury

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. 

Lífið

Egill og Íris eignuðust stelpu

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eignuðust stúlku þann 26. júní síðastliðinn.

Lífið