Lífið

Orð pabba höfðu gríðar­leg á­hrif

Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur og varaþingmaður segist lifa eftir síðustu ráðleggingum pabba síns áður en hann varð Alzheimer´s að bráð. Arnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa ákveðið að elta sannleikann og eigin sannfæringu alla tíð síðan.

Lífið

„Ég ætla að verða at­vinnu­laus“

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. 

Lífið

Enn einn Skarsgårdinn á skjánum

Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla.

Lífið

Georg í Sigur Rós selur slotið

Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir.

Lífið

Stjörnum prýdd frum­sýning Fíusólar

Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir.

Lífið

Billie Eilish komin út úr skápnum

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Billie Eilish opinberaði á dögunum að hún laðist að konum. Hún segist almennt ekki hrifin af skilgreiningum en er þó glöð að þetta sé komið út.

Lífið

Systur jóla­sveinanna komnar til byggða

Jólaskellurnar Leppatuska, Taska og Flotsokka komu til bæjar í gær og heimsóttu Þjóðminjasafnið ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Þær mæta svo hver af annarri dagana 16., 17. og 23. desember með bræðrum sínum, alltaf klukkan 11.

Lífið

Barna­her­bergið sann­kallað ævin­týra­land

Í lokaþætti af Skreytum hús heimsótti Soffía Dögg Garðarsdóttir Þórunni Ernu Clausen og fjölskyldu hennar, sem hafa staðið í langvarandi framkvæmdum. Margt fór úrskeiðis í ferlinu sem hefur orðið til þess að herbergi heimasætunnar hefur setið á hakanum. Soffía Dögg endurskipulagði rýmið og úr varð þetta dásamlega ævintýraland.

Lífið

Afmælisdagatöl úr parketi slá í gegn í Hvera­gerði

Listamaður í Hveragerði situr sveittur við alla daga langt fram á nótt við að útbúa afmælisdagatöl úr parketi en hann segir vinsældir dagatalanna vera að slá öll met núna í desember. Hann breytir líka gömlum vínylplötum í listaverk.

Lífið

Ævin­týrið á Spáni breyttist í mar­tröð

Fjórir mánuðir eru liðnir síðan María Gomez hélt til Spánar í það sem hún hélt að yrði aðeins nokkurra vikna dvöl. Hún keypti ættaróðal látinnar frænku og huggðist gera upp, en óvæntar uppákomur settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir mótlæti segist María nú hafa lært að elska hægaganginn á Spáni sem hún þoldi ekki í upphafi.

Lífið

Svona leit Reykja­vík út á fimmta ára­tugnum

Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum.

Lífið

Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grinda­víkur

Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina.

Lífið

Hjálpaði manni að opna á sam­ræður og „fleira“ á stefnu­móti

Grínistarnir og þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins HæHæ, Hjálmar Örn Jóhannesson og Helga Jean Claessen, segjast miklir spilaáhugamenn og hafa báðir átt sér langþráðan draum um að gefa út íslenskt borðspil sem sameinar fólk og fjölskyldur. Spilið heitir Heita sætið og eru engin takmörk á fjölda þátttakenda.

Lífið

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

Lífið

„Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“

„Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. 

Lífið