Lífið

Markús mætti á dráttarvél tvíbura síns í jarðarförina hans

Markús Sigurðsson segir ekki hafa komið til greina annað en að koma akandi á dráttarvél Jóns Friðriks Sigurðssonar tvíburabróður síns þegar sá síðarnefndi var borinn til grafar á dögunum. Mynd af Markúsi á dráttarvélinni vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og ekki síst þegar Linda dóttir Markúsar upplýsti netverja um sögu bræðranna. 

Lífið

Svona færðu full­komnar krullur án þess að nota hita á hárið

Hárgreiðsla getur gengt mikilvægu hlutverki þegar kemur að heildarútlitinu. Fallegar krullur eða vel blásið hár geta til dæmis lyft hversdagslegu lúkki upp á nýjar hæðir. Á sama tíma og við viljum vera með fallegt og vel stíliserað hár eru þó margir sem forðast það að nota of mikinn hita á hárið. 

Lífið

Dragstjarnan „Dame Edna“ látin

Ástralski leikarinn Barry Humphries sem frægastur er sem dragstjarnan „Dame Edna Everage,“ sem hann lék í áratugi í sjónvarpi er látinn, 89 ára að aldri.

Lífið

„Það er ekkert bannað þegar það kemur að tísku“

Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur ferðast víða um heiminn í starfi sínu og má með sanni segja að tíska hafi mikil áhrif á hennar líf, þar sem hún lifir og hrærist í þeim heimi. Hún býr yfir fjölbreyttum stíl og fylgir engum boðum og bönnum þegar það kemur að klæðaburði. Alísa Helga er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Ég var stundum há­skælandi að mála þessi verk“

„Ég dett bara í einhverja hugleiðslu og mála án þess að hugsa of mikið. Ég leyfi því að gerast sem vill gerast,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason. Lífið tók óvænta og kærkomna stefnu hjá honum eftir að hann fékk tækifæri hjá galleríi í Chicago en síðan þá hefur hann verið að gera öfluga hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur Helgason er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Gulli Briem hættur í Mezzoforte

Trommarinn Gunnlaugur Briem hefur ákveðið að segja skilið við hljómsveitina Mezzoforte og einbeita sér að sólóferli sínum. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar.

Lífið

Segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu í sínu lífi

Fyrirsætan Hailey Bieber segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu sem hún hefur upplifað á sínum fullorðinsárum. Ástæðan er neteinelti sem Hailey hefur orðið fyrir vegna drama á milli hennar og söng- og leikkonunnar Selenu Gomez. Eineltið var svo gróft að undanfarna mánuði hefur Hailey meðal annars borist hatursfull skilaboð og morðhótanir.

Lífið

Þrennir þríburar fæddust um páskana

Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári.

Lífið

Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna

Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 

Lífið

Ganverskur rappari stefnir Drake

Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins.

Lífið

Þakk­látur að geta valið tón­listina fram yfir herinn

Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan.

Tónlist

K-pop söngvarinn Moonbin látinn

K-pop stjarnan Moonbin er látin, 25 ára að aldri. Var hann einn meðlima vinsælu hljómsveitarinnar Astro en hafði síðustu misseri unnið að sólóferli sínum ásamt einum öðrum meðlimi úr sveitinni. 

Lífið