Menning

Selur allt bókasafnið sitt

"Fólk getur komið og keypt bækur úr safni uppáhalds söngvarans, stjórnmálamannsins eða skáldsins," segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hróksins en félagið efnir til bókamarkaðar í dag og á morgun

Menning

Tryllitæki vikunnar

Tryllitæki þessarar viku er Benz SL AMG 55 sportbíll árgerð 2003. Eigandi hans heitir Baldur og festi hann kaup á bílnum í októbermánuði á síðasta ári. Bílinn keypti Baldur hjá Ræsi og er hann sá eini sinnar tegundar á landinu þó að tveir aðrir séu með sama boddi en ekki sömu vél og útbúnað.

Menning

Fimm stjörnur í árekstrarprófi

Renault-sportbíllinn Megane Coupé-Cabriolet hefur hlotið 5 stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP. Bíllinn hlaut 33,56 stig af 37 mögulegum og þar með er bíllinn sá öruggasti í sínum flokki.

Menning

Ökuþór framtíðarinnar

Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar.

Menning

Gay pride ball á Nasa

Páll Óskar segir Gay pride hafa byrjað sem litla eftirmiðdagsskemmtun á Ingólfstorgi en þróast út í litskrúðugasta karnival borgarinnar. Tekið verður forskot á Gay pride sæluna í kvöld með styrktarballi á Nasa.

Menning

Alltaf verið matvandur

Þó að Sigurður Þ. Ragnarsson, oftar nefndur Siggi stormur, sé oft djarfur í veðurspám fyrir landann er hann ragur eins og kettlingur þegar kemur að framandi mat. Hann segir að það megi rekja til þess að hann hefur alltaf verið matvandur þó að matarsmekkurinn hafi vissulega þroskast á seinni árum.

Menning

Grillaðir ávextir eru lostæti

Á sumrin grilla flestir kjöt, fisk og grænmeti en það eru ekki margir sem grilla ávexti. Sæmundur Kristjánsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Á næstu grösum, er laginn við það.

Menning

Næturferð til Syðri-Straumfjarðar

Fyrir marga er Grænland afar spennandi og framandi land sem vel þess virði er að heimsækja. Landið er aðeins í seilingarfjarlægð frá Íslandi og því tilvalið fyrir þá sem þangað vilja komast í sumar að skella sér og njóta bjartra sumarnótta og miðnætursólar

Menning

Hátíðir helgarinnar

Sandaragleði á Hellissandi, Fjölskylduhátíð í Hrísey, Siglingadagar á Ísafirði og Kátir dagar á Þórshöfn verður meðal hátíða sem fara fram um helgina. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Menning

Skoraði sjálfa sig á hólm

"Ég var í ballett í þrettán ár en ætlaði mér aldrei að verða dansari, þetta var meira svona grafalvarlegt hobbý," segir Margrét Bjarnadóttir sem heldur til Hollands í haust í danshöfundanám.

Menning

Gott að geta séð fyrir sér

Lára Björk Bragadóttir er 16 ára og vinnur sem gæslumaður við smíðavöll á Seltjarnarnesi í sumar. Þetta er þriðja sumarið sem hún vinnur fyrir sér og síðastliðinn vetur byrjaði hún einnig að vinna með námi við afgreiðslustörf í Hagkaupum.

Menning

Hjálmar draga úr slysahættu

"Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Menning

Liggur í loftinu í fjármálum

Verðbólga er minni í júlí sé miðað við júnímánuð. Þannig var verðbólga 3,6% í júlí en hún var 3,9% í júní og vantaði einungis 0,1% til að rjúfa efri þolmörk peningastefnunnar

Menning

Passar að allir séu glaðir

Gróðrastöðin Lambhagi við Vesturlandsveg fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir en þar var fyrsta vistvæna grænmetisræktunin á Íslandi. Hafberg Þórisson, stofnandi og eigandi Lambhaga segir að fyrstu árin hafi verið erfið og einkum vegna þess að vistvæn ræktun er miklu dýrari en venjuleg ræktun.

Menning

Mikilvægt að setja markmið

Sæll Ingólfur Hrafnkell !Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk?

Menning

Liggur í loftinu í heilsunni

Nýlegar rannsóknir vísindamanna í Bandaríkjunum benda til að vírus geti verið valdur að brjóstakrabbameini kvenna. Vísindamennirnir hafa uppgötvað vírus sem þeir kalla MMTV í sýnum kvenna sem þjást af sjúkdómnum. Vitað er að MMTV-vírusinn veldur brjóstakrabbameini í músum, en rannsóknir á vírusnum hjá konum eru enn á byrjunarstigi

Menning

Hugljómun

Eftir samveru mína með Yogi Shanti Desai í mars og maí á þessu ári velti ég því mikið fyrir mér hvort það sé eitthvað til sem heitir hugljómun. Í bókum um andleg fræði er oft rætt um hugljómun sem upphafið eða yfirnáttúrulegt ástand.

Menning

Hvað eiga gjafir að kosta ?

Þegar gefa á gjafir við hátíðleg tækifæri eins og fermingar, brúðkaup og stórafmæli slær fólk gjarna saman í gjöfina. Það er þá hvort tveggja gert til að spara peninga og jafnframt til að geta gefið eigulegri hluti. En hvað er eðlilegt að hver leggi í púkkið ?

Menning

Helmingur vill segja upp störfum

Ný könnun í Bandaríkjunum leiðir það í ljós að næstum helmingur vinnandi manna í Bandaríkjunum ætlar að hætta í vinnu sinni við fyrsta tækifæri.

Menning

Hefur ekki efni á Atkins

Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig," segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í Listdansskólanum. Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis.

Menning

Renault selur meira

Renault bílaframleiðandinn í Frakklandi seldi fleiri bifreiðar fyrri helming þessa ársins en venjulega sökum nýrra tegunda og auknar eftirspurnar í Vestur-Evrópu.

Menning

Heimurinn er svolítið stór

"Þar sem eftirspurn er eftir afurðum úr íslenskum jurtum ákváðum við að bjóða upp á námskeið í tínslu og meðhöndlun þeirra meðal kvenna sem hafa aðgang að hentugu landi," segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, starfsmaður verkefnisins Fósturlandsins freyjur.

Menning

Gott að karlmenn gráti

Á nýafstöðnu Evrópumóti í fótbolta mátti sjá margan fílefldan karlmanninn hágráta í myndavélarnar. Þeir þóttu þó ekki minna karlmannlegir fyrir það, en sálfræðingar í Bretlandi segja að fótboltinn sé að verða eini vettvangurinn fyrir vestræna nútímakarlmenn til að fá útrás fyrir tárin sem "sannir karlmenn fella helst ekki og allra síst í fjölmenni".

Menning

Fjöldi athyglisverða fyrirlestra

Dagana 16. og 17. september næstkomandi verður haldin ráðstefna um tóbaksvarnir á Hótel Örk í Hveragerði, LOFT 2004. Skráning stendur nú yfir á heimasíðu LOFTS, www.hnlfi.is/loft2004, en þar er einnig að finna dagskrá og aðrar upplýsingar um ráðstefnuna.

Menning