Menning

„Við förum bara þegar þú kemur næst“

Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af.

Menning

„Eins og að vera einn í heiminum“

Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni.

Menning

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“

Menning

Fór hálf sjokkeruð til baka í geðshræringu

„Tíu eða ellefu ára varð ég kúskur sem þýddi að ég fékk náðarsamlegast að þræla mér út launalaust allan daginn að moka skít, teyma undir, leggja á, kenna smákrökkum og lóðsa ferðamenn um Rauðhóla. Ég dýrkaði þetta auðvitað,“ segir listakonan Rán Flygering.

Menning

Tvær bækur sama höfundar tilnefndar

Félag bókaútgefenda tilkynnti nú rétt í þessu um hvaða höfundar hljóta tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar er eitt og annað sem kemur á óvart svo sem það að einn höfundur er tilnefndur fyrir sitthvort verkið.

Menning

Katrín og Ragnar voru byrjuð að huga að því að skrifa saman bók þegar ­far­aldurinn skall á

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vera mikið jólabarn og að gert hafi verið grín að henni þegar hún var krakki fyrir að byrja snemma að hlakka til jólanna. Áhugi hennar og fyrri störf við bókmenntir geri hana ekki síður að miklu jólabarni en hún og Ragnar Jónasson rithöfundur voru byrjuð að huga að því að skrifa saman bók þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Menning

Þeir yngri komist vart að meðan Arnaldur fái fimm stjörnur í vöggugjöf

Steinar Bragi er höfundur í algjörum sérflokki, segir Björn Vilhjálmsson gagnrýnandi Víðsjár Ríkisútvarpsins og heldur ekki vatni: „… sendir hérna frá sér sína bestu bók, og það er að segja eitthvað.“ Björn sparar sig hvergi en hann er að tala um Truflunina nýjustu skáldsögu höfundar. Steinar Bragi er viðmælandi Vísis í Höfundatali.

Menning

„Draumurinn leiddi mig að hylnum“

Hinar myrku miðaldir eru undir í nýrri skáldsögu Þóru Karítasar. Í ítarlegu viðtali kemur meðal annars fram að hún rann á tímabili saman við aðalpersónu bókarinnar sem kvaddi sitt líf í Drekkingarhyl.

Menning