Menning

Uppljómun um helvíti

Einar Thoroddsen læknir var nær áratug í ígripum að vinna að þýðingu sinni á Víti eftir Dante Alighieri. Það var bróðir hans Jón sem kallaði hann til verksins. Nú er vegleg og falleg bók komin út með teikningu Ragnars Kjartanssonar sem dregur þar upp sínar eigin myndir af helvíti. Jón er ritstjóri verksins og skrifar jafnframt inngang.

Menning

Finnum vonandi sameiginlegan hljóm

Einungis allir er alþjóðleg sýning sem verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar veltir fólk fyrir sér ættjarðarást, tungumálum, fólksflutningum, frelsi og uppflosnun. Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri.

Menning

Róleg lög í öndvegi

Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona, gefur út plötu í dag sem nefnist Eilífa tungl. Hún segir róleg og falleg lög einkenna hana.

Menning

Saga sem er eins og lífið sjálft

Sally Magnusson segir í fyrstu skáldsögu sinni frá Ástu Þorsteinsdóttur sem rænt var í Tyrkjaráninu. Tileinkar bókina vinkonu sinni Vigdísi Finnbogadóttur.

Menning

Skrásetur stundir í Kling og Bang

Sara Riel opnar í dag sýningu sína Sjálfvirk/Automatic í Kling og Bang. Sara sýnir teikningar, málverk og skúlptúra, auk þess sem hún verður með daglegan gjörning í rýminu og gefur út bók tengda sýningunni.

Menning

Ópera um alla Reykjavík

Í dag hefjast Óperudagar í Reykjavík sem standa yfir til 4. nóvember. Settir verða upp ýmsir viðburðir í leikhúsum, söfnum og tónlistarhúsum borgarinnar og einnig á óhefðbundnari stöðum svo sem í Árbæjarlaug og víðar.

Menning

Vonin er það eina sem við eigum

Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður ætlar að spjalla við gesti Listasafns Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, á sunnudaginn klukkan 15. Aðalumræðuefnið er verk hans Von sem þar er til sýnis og samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Það er í eigu Listasafns Íslands.

Menning

Tilraunir til að eima tilveruna

Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar á Kjarvalsstöðum. Sýningin teygir sig út í nágrennið og hús við Flókagötu geyma ný verk listamannsins.

Menning

Barnabækur veita skjól og byggja brýr

Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna.

Menning

Moppuhaus með þráhyggju

Í húsnæði gömlu fiskbúðarinnar á Freyjugötu þar sem nú er gallerí Harbinger gefur að líta afar forvitnilega og skemmtilega sýningu eða öllu heldur innsetningu sem nefnist Utan svæðis.

Menning

Staðir, minni og vegferð

Katrín Sigurðardóttir sýnir í Brasilíu og Washington. Sýndi nýlega útilistaverk í Cleveland. Segir verk sín alltaf tengjast Íslandi. Gerir eftirmyndir af æskuheimili sínu í Reykjavík.

Menning