Menning

Jóladjass í Djúpinu

Söngkonurnar Silva og Anna Sóley hafa haldið saman nokkra tónleika við góðar undirtektir. Í þetta sinn spilar Anna Gréta Sigurðardóttir með þeim á píanó.

Menning

X-Mart í Gallery Gallera

Nokkrir listamenn hafa tekið sig saman og opnað vinnustofu, gallerý og búð á Laugavegi 33, efri hæð, sem kallast Gallery Gallera. Hugleikur Dagsson, Örn Tönsberg, Óli Gumm og Bobby Breiðholt sýna þar verk og starfa þar með einum eða öðrum hætti.

Menning

Betur má ef duga skal í íslensku leikhúsi

Nú þegar árinu fer að ljúka er vert að skoða fyrri helming sviðslistaársins, meta stöðuna og horfa til nýrra verkefna á komandi ári. Sigríður Jónsdóttir gagnrýnandi Fréttablaðsins reifar hér stöðuna í íslensku leikhúslífi.

Menning

Er með sjómanninn í blóðinu

Saga Jóns Magnússonar athafnamanns á Patreksfirði er komin út, skráð af Jóhanni Guðna Reynissyni rithöfundi. Þó þar sé lýst átökum af ýmsu tagi heitir hún því yfirlætislausa nafni Þetta var nú bara svona.

Menning

Við getum öll lent í því að fara út af sporinu

Sporvagninn Girnd er jólafrumsýning Þjóðleikhússins í ár og þar tekst Nína Dögg Filippusdóttir á við hlutverk Blanche, einnar af merkustu kvenpersónum leikbókmenntanna. Nína Dögg segir að það sé samhljómur með lífi okkar allra og þessarar tættu sálar.

Menning

Loftklukkan frá afanum sem týndist í Ameríku

Páll Benediktsson dregur upp áhrifamiklar myndir í bók sinni Loftklukkan – eigin minningar frá uppvaxtarárum í Norðurmýri og óborganlegar sögur af nánu skyldfólki, svo sem afanum sem stakk af og týndist í átján ár.

Menning

Bóksalaverðlaunin 2015

Tilkynnt var um Bóksalaverðlaunin 2015 í gærkvöldi. Yfir 50 bóksalar víðs vegar að af landinu standa að valinu og kosið er til verðlauna í níu flokkum.

Menning

Leika Mozart við kertaljós víða í kirkjum nú fyrir jólin

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.

Menning

Mikilvægt að taka slaginn

Þriðja bók Bryndísar Björgvinsdóttir er nýkomin út, en unglingsárin eru henni hugleikin en líka hvers kyns sögur og barátta fyrir flóttafólk.

Menning