Skoðun

Jón Gnarr fyrir dýra­verndina

Árni Stefán Árnason skrifar

Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis.

Skoðun

Mann­réttinda­stofnun verður að veru­leika

Jódís Skúladóttir skrifar

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum.

Skoðun

Sam­starf við lands­byggðina

Sævar Þór Halldórsson skrifar

Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu.

Skoðun

Lausnin út í mýri?

Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa

Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast.

Skoðun

Takk Ís­land fyrir upp­lýsandi kosninga­bar­áttu!

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum.

Skoðun

For­seti sem gefur kjark og von

Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar

Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það.

Skoðun

Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið

Selma Rós Axelsdóttir skrifar

Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði.

Skoðun

Heil­brigðis­kerfi Ís­lands - Tími fyrir lausnir!

Victor Gudmundsson skrifar

Á undanförnum árum hef ég í starfi mínu sem læknir á Íslandi upplifað að víða er hægt að gera gott heilbrigðiskerfi enn betra. Læknisstarfið er einstakt og innan heilbrigðiskerfisins starfar frábært fólk, en þrátt fyrir það eru fjölmörg þekkt vandamál sem gera það að verkum að þjónusta við sjúklinga verður óskilvirk og álag oft of mikið þannig að langir biðlistar myndast.

Skoðun

Of­fita er lang­vinnur sjúk­dómur

Hópur fólks í stjórn Félags fagfólks um offitu skrifar

Langvinnur sjúkdómur er, samkvæmt skilgreiningu, sjúkdómur sem varir í meira en eitt ár, felur í sér þörf fyrir viðvarandi heilbrigðisþjónustu og/eða veldur takmörkun á athafnargetu einstaklings.

Skoðun

Reykja­víkur­borg svíkur í­búa Laugar­dals

Grétar Már Axelsson skrifar

Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“.

Skoðun

Mynda þurfti ríkis­stjórn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Haustið 1944 var mynduð ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut síðar nafnið Nýsköpunarstjórnin. Aðild að stjórninni áttu einnig Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við Sósíalistaflokkinn var mjög umdeilt sem birtist meðal annars í því að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna studdu ekki stjórnina. Þá var ekki síður deilt um það í röðum sósíalista.

Skoðun

Kletturinn Katrín

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn.

Skoðun

Ný­sköpun er svarið

Nótt Thorberg skrifar

Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun.

Skoðun

Al­einn í heiminum?

Lukka Sigurðardóttir,Katrín Harðardóttir og Margrét Kristín Blöndal skrifa

Fadi Bahar er 17 ára drengur sem hefur neyðst til þess að lifa á stanslausum flótta undanfarin 5 ár vegna mannlegrar plágu, sem herjar á land hans og þjóð.

Skoðun

Ís­land í öðru sæti Regn­boga­kortsins um réttindi hin­segin fólks

Bjarndís Helga Tómasdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa

Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum.

Skoðun

Al­menn kvíða­röskun: létt­vægt vanda­mál eða á­hyggju­efni?

Sævar Már Gústavsson skrifar

Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar.

Skoðun

Lokað á börn í vanda

Sigmar Guðmundsson skrifar

Þótt sumarið sé vissulega dýrmætara hér á Íslandi en víða annars staðar, þá er algerlega óverjandi að lykilstofnanir sem þjóna fárveiku fólki loki yfir sumartímann í sparnaðarskyni.

Skoðun

Sér­stök vit­leysa

Albert Björn Lúðvígsson skrifar

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla.

Skoðun

Fjarheilbrigðisþjónusta

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi.

Skoðun

For­seta­fram­bjóðandi með sömu tölu og Jesú

Gunnar Karl Halldórsson skrifar

Nafna og talnafræði hafa sumir fræðimenn síðustu alda talið vera lykilinn til að afhjúpa leynda spádóma í biblíunni. Eitt af því sem vakið hefur athygli nafna og talnafræðinga, er sú staðreynd að Kristur er táknaður með tölunni 888.

Skoðun

Ein­faldara fyrir­komu­lag til­vísana

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Í gær kom inn lítill og nett tilkynning inn á vef Stjórnarráðsins frá heilbrigðisráðuneytinu. Tilkynningin fjallar um að einfalda eigi tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Það má með sanni segja að tilvísanakerfið hafi sætt nokkurri gagnrýni síðustu misseri, ekki síst frá læknum sem hafa talið það taka frá þeim dýrmætan tíma og valdi óþarfa skriffinnsku.

Skoðun

Málið á að endur­spegla fólkið í landinu

Birta Björnsdóttir skrifar

Á dögunum birtist hér á Vísi grein undir yfirskriftinni útrýming mannsins á RÚV. Í greininni eru hressilegar lýsingar á skipulögðum og einörðum hernaðaraðgerðum okkar samstarfsfélaganna gegn íslenskri tungu.

Skoðun

Hreyfing og tengsl

Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar

Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti.

Skoðun

Eru byssur meira full­orðins?

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum.

Skoðun

Ríkisbáknið fyrir sig

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé.

Skoðun

Hjarta­staður – hvaðan ertu?

Anna Sigríður Melsteð skrifar

Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri.

Skoðun

Er Evrópa að hverfa af kortinu?

Guðmundur Einarsson skrifar

„Evrópa getur dáið og við ráðum örlögum hennar“, sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, í ræðu í Svartaskóla í París 27. apríl sl. Var þetta ekki fulldjúpt í árinni tekið hjá Macron? Er ekki óþarfi að vera svona dramatískur?

Skoðun

Garð­bæingur á í­myndunar­bömmer í Nígeríu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mér finnst erfitt að ímynda mér hvar ég er stödd í lífinu ef ég kýs að vera í Abuja í Nígeríu í meira en ár, án mömmu, án sona minna, án vina minna, án peninga. Ég er með engin réttindi. Ég má ekki allskonar. Ég má ekki vinna, ég má ekki fara á námskeið í tungumálinu, ég ræð ekki hvað ég borða eða hvenær og ef ég verð lasin hjálpar mér kannski einhver.

Skoðun