Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 17:30 „Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ófáir aðilar bæði í viðskiptalífinu hér á landi sem og stjórnsýslunni hafa í vaxandi mæli bent á þetta. Til að mynda var fjallað um það á ársfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) fyrr á árinu að Evrópusambandið hefði regluvætt sig úr samkeppni við Bandaríkin og Asíu. „Við höfum eins og önnur Evrópuríki verið að kvarta yfir of miklu af reglum sem flæða hérna yfir og okkur ber skylda til þess að taka inn,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, aðspurð um þetta í Dagmálum 17. apríl síðastliðinn með vísan til aðildarinnar að EES-samningnum. Fram kom í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að vinna færi í vaxandi mæli í skriffinsku. Sífellt fleiri handtök innan bankakerfisins færu þannig í það að fylla út skýrslur. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk fjármálastofnana væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Svo flókið raunar að það kæmi niður á eftirlitshlutverkinu. Fram kemur í skýrslu sem unnin var af ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur árið 2016 að mikill meirihluti lagafrumvarpa, sem samþykkt voru á Alþingi á árunum 2013-2016 og höfðu íþyngjandi áhrif á hérlent atvinnulíf, hafi falið í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu en nefndin var meðal annars skipuð fulltrúum frá Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands auk stjórnvalda. Svonefnd gullhúðun hefði átt sér stað í minnihluta tilfella. Tvær stórar og ítarlegar skýrslur sem ritaðar voru fyrir Evrópusambandið á síðasta ári lýsa því vel hvernig íþyngjandi regluverk sambandsins um innri markað þess hefur degið sífellt meira úr samkeppnishæfni þeirra ríkja sem eru undir það sett. Einkum gagnvart Bandaríkjunum og Asíu. Þar með talið Íslands vegna EES-samningsins. Tímabært er að skipta samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands. Án þess að neitt færi á hliðina. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
„Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ófáir aðilar bæði í viðskiptalífinu hér á landi sem og stjórnsýslunni hafa í vaxandi mæli bent á þetta. Til að mynda var fjallað um það á ársfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) fyrr á árinu að Evrópusambandið hefði regluvætt sig úr samkeppni við Bandaríkin og Asíu. „Við höfum eins og önnur Evrópuríki verið að kvarta yfir of miklu af reglum sem flæða hérna yfir og okkur ber skylda til þess að taka inn,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, aðspurð um þetta í Dagmálum 17. apríl síðastliðinn með vísan til aðildarinnar að EES-samningnum. Fram kom í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að vinna færi í vaxandi mæli í skriffinsku. Sífellt fleiri handtök innan bankakerfisins færu þannig í það að fylla út skýrslur. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk fjármálastofnana væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Svo flókið raunar að það kæmi niður á eftirlitshlutverkinu. Fram kemur í skýrslu sem unnin var af ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur árið 2016 að mikill meirihluti lagafrumvarpa, sem samþykkt voru á Alþingi á árunum 2013-2016 og höfðu íþyngjandi áhrif á hérlent atvinnulíf, hafi falið í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu en nefndin var meðal annars skipuð fulltrúum frá Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands auk stjórnvalda. Svonefnd gullhúðun hefði átt sér stað í minnihluta tilfella. Tvær stórar og ítarlegar skýrslur sem ritaðar voru fyrir Evrópusambandið á síðasta ári lýsa því vel hvernig íþyngjandi regluverk sambandsins um innri markað þess hefur degið sífellt meira úr samkeppnishæfni þeirra ríkja sem eru undir það sett. Einkum gagnvart Bandaríkjunum og Asíu. Þar með talið Íslands vegna EES-samningsins. Tímabært er að skipta samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands. Án þess að neitt færi á hliðina. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun