Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 21:01 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur gengið fram með aðgerðum sem fara gegn grunnstoðum fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Með því að úthluta 1.000 tonnum í viðbótar strandveiðiheimildir – án þess að lagagrundvöllur liggi fyrir – er verið að búa til hættulegt fordæmi. Slík stjórnsýsla er hvorki fagleg, lögmæt né forsvaranleg. Engar heimildir – samt úthlutun Frumvarp sem á að veita ráðherra heimild til að ráðstafa afla milli ára hefur ekki verið samþykkt af Alþingi. Samt sem áður hefur ráðherrann ákveðið að bæta við kvóta. Þetta er ekki „framtak“ – þetta er brot á grundvallarreglum réttarríkisins. Að úthluta afla sem ekki er til, og vona að Alþingi „leiðrétti“ það síðar, er ekki stjórnsýsla – það er stjórnleysi. Ráðherrann ábyrgur – ekki embættismenn Það er mikilvægt að benda á að þetta er ekki á ábyrgð Fiskistofu né undirmanna ráðherra. Þeir framkvæma það sem þeim er sagt – og bera ekki ábyrgð á pólitískum yfirgangi. Ef ráðherra gengur fram með óskýr fyrirmæli og óformlega ákvörðun sem brýtur í bága við gildandi lagaheimildir, þá ber hún ábyrgðina ein og sér. Hagsmunir strandveiðimanna notaðir sem skjöldur Það er auðvelt að hampa strandveiðimönnum sem réttlætishetjum og nota þá sem skjöld gegn gagnrýni. En réttlæti á ekki að byggjast á lögbroti. Við höfum séð það áður – ráðherrar sem sniðganga lög til að afla sér vinsælda. Það þjónar hvorki þeim veiðimönnum sem byggja lífsviðurværi sitt á kerfinu né þeim sem vilja halda uppi sjálfbærri fiskveiðistjórnun. Skýr skilaboð Það er kominn tími til að Alþingi, stjórnarandstaðan og eftirlitsstofnanir grípi inn í. Ef ráðherra telur sig geta úthlutað kvóta án þess að afla heimilda, þá þarf að stöðva slíka ákvörðun áður en hún festist í sessi. Hversu mörg þúsund tonn verða næst teknir „fram í tímann“? Hversu oft ætlar ráðherra að svíkja réttarríkið fyrir eitt sumar í viðbót? Niðurstaðan er einföld: Ráðherra hefur gengið fram með ólögmætum hætti. Alþingi á að hafna frumvarpinu. Fiskistofa á ekki að framkvæma úthlutun sem ekki hefur stoð í lögum. Og þjóðin á að segja skýrt: við tökum ekki þátt í leik þar sem lög eru beygð eftir hentugleika dagsins. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur gengið fram með aðgerðum sem fara gegn grunnstoðum fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Með því að úthluta 1.000 tonnum í viðbótar strandveiðiheimildir – án þess að lagagrundvöllur liggi fyrir – er verið að búa til hættulegt fordæmi. Slík stjórnsýsla er hvorki fagleg, lögmæt né forsvaranleg. Engar heimildir – samt úthlutun Frumvarp sem á að veita ráðherra heimild til að ráðstafa afla milli ára hefur ekki verið samþykkt af Alþingi. Samt sem áður hefur ráðherrann ákveðið að bæta við kvóta. Þetta er ekki „framtak“ – þetta er brot á grundvallarreglum réttarríkisins. Að úthluta afla sem ekki er til, og vona að Alþingi „leiðrétti“ það síðar, er ekki stjórnsýsla – það er stjórnleysi. Ráðherrann ábyrgur – ekki embættismenn Það er mikilvægt að benda á að þetta er ekki á ábyrgð Fiskistofu né undirmanna ráðherra. Þeir framkvæma það sem þeim er sagt – og bera ekki ábyrgð á pólitískum yfirgangi. Ef ráðherra gengur fram með óskýr fyrirmæli og óformlega ákvörðun sem brýtur í bága við gildandi lagaheimildir, þá ber hún ábyrgðina ein og sér. Hagsmunir strandveiðimanna notaðir sem skjöldur Það er auðvelt að hampa strandveiðimönnum sem réttlætishetjum og nota þá sem skjöld gegn gagnrýni. En réttlæti á ekki að byggjast á lögbroti. Við höfum séð það áður – ráðherrar sem sniðganga lög til að afla sér vinsælda. Það þjónar hvorki þeim veiðimönnum sem byggja lífsviðurværi sitt á kerfinu né þeim sem vilja halda uppi sjálfbærri fiskveiðistjórnun. Skýr skilaboð Það er kominn tími til að Alþingi, stjórnarandstaðan og eftirlitsstofnanir grípi inn í. Ef ráðherra telur sig geta úthlutað kvóta án þess að afla heimilda, þá þarf að stöðva slíka ákvörðun áður en hún festist í sessi. Hversu mörg þúsund tonn verða næst teknir „fram í tímann“? Hversu oft ætlar ráðherra að svíkja réttarríkið fyrir eitt sumar í viðbót? Niðurstaðan er einföld: Ráðherra hefur gengið fram með ólögmætum hætti. Alþingi á að hafna frumvarpinu. Fiskistofa á ekki að framkvæma úthlutun sem ekki hefur stoð í lögum. Og þjóðin á að segja skýrt: við tökum ekki þátt í leik þar sem lög eru beygð eftir hentugleika dagsins. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun