Skoðun

Kallað út í tómið

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Nýlega er afstaðinn fundur með ungmennaráðum í borgarstjórn sem er árlegur viðburður. Í annað sinn á stuttum tíma leggur ungmennaráð fram tillögu um að aðgengi að sálfræðingum verði stórbætt. Flokkur fólksins hefur margsinnis sl. 5 ár lagt fram sambærilegar tillögur og þá bent á hvað þurfi að gera til að aðgengi barna að fagþjónustu skóla verði bætt.

Skoðun

Loðnu­hrognin og full­nýting sjávar­fangs

Svanur Guðmundsson skrifar

Þessa stundina er sjávarútvegurinn að undirbúa sig undir loðnuvertíð. Ekki er á vísan að róa enda óvíst hvað leyft verður að veiða mikið, hvort næst að veiða þegar loðnan er verðmætust og hvaða staða er á mörkuðum. Síðustu ár hefur það gerst oftar en einu sinni að loðnuvertíðin er blásin af í heilu lagi. Þá sitja hinar gríðarlegu fjárfestingar sem verða að vera tiltækar aðgerðalausar og allt markaðsstarf í óvissu. Þetta er nú það sem sjávarútvegurinn verður að búa við.

Skoðun

Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Miðað við niðurstöður skoðanakannana hefur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið farið dvínandi hér á landi eftir að hafa aukizt talsvert í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar á síðasta ári. Hafa fjölmiðlar eins og Ríkisútvarpið og Heimildin vakið máls á þessu í umfjöllunum sínum um málið. Áður höfðu allar kannanir í þrettán ár samfellt sýnt fleiri andvíga því að Ísland gengi í sambandið.

Skoðun

Það þarf ekki að höggva tré til að undir­rita skjal

Jóhann Ingi Guðjónsson skrifar

Það eru eflaust fáir sem spá nokkurn tímann í því hversu mikil sóun fer í skjalavinnslu fyrirtækja. Ferlið við að skrifa undir eitt skjal getur haft mun vegameiri áhrif á umhverfið en flestir gera sér grein fyrir. Ferlið við að prenta, geyma og farga gögnum stuðlar að eyðingu skóga ásamt losun á loft- og vatnsmengun.

Skoðun

Eru þetta hags­munir stúdenta?

Viktor Pétur Finnsson skrifar

Stúdentaráð vísaði fyrr í vikunni frá tillögu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um að Stúdentaráð væri andvígt aukinni gjaldskyldu á nemendur. Eftir það fór af stað umræða á netinu og innan háskólans þar sem meðal annars fyrrum formaður Vöku lýsti yfir ósætti við sitt gamla félag sem hann sagði grafa upp gamaldags stefnumál og vera ómeðvitað um umhverfi sitt.

Skoðun

Er nauð­syn­legt að líða vel?

Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Á þessu tímabili þar sem dagsbirtan er í lágmarki, snjór í hámarki og færðin oft slæm er auðvelt að detta í vanlíðan og margir reyna einfaldlega að tóra í gegnum þetta tímabil. Þ.e. tímabilið eftir hátíðarnar miklu sem er oft hið dimmasta og veðurharðasta.

Skoðun

Stefnu­mótun mat­væla­ráðu­neytisins byggir á kjafta­sögum

Sigurjón Þórðarson skrifar

Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir.

Skoðun

Villu­ráfandi ríkis­stjórn

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu.

Skoðun

Er femínísk hug­mynda­fræði enn­þá of rót­tæk?

Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa

Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt.

Skoðun

Inngróin spilling!

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni.

Skoðun

Hús­karlar fara ham­förum

Inga Lind Karlsdóttir skrifar

Þekkt aðferð manna með veikan málstað er að ráðast á þann sem er ósammála þeim í stað þess að rökræða við hann. Stundum er notað íþróttamál og þá er þetta kallað að fara í manninn en ekki boltann, viðkomandi er sem sagt svo slakur á vellinum að hann ræður ekkert við boltann og reynir því í vanmætti sínum að meiða mótherjann í staðinn. Slík hegðun þykir ekki stórmannleg.

Skoðun

Hvert beinist þín andúð?

Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar

Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög.

Skoðun

Tölum um málþóf

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Við þurfum að tala aðeins um málþóf vegna þess að það er flóknara mál en margir halda. Smá aðvörun fyrst, þetta er dálítið löng grein þannig að náið ykkur í kakó eða kaffibolla og komið ykkur vel fyrir - ég lofa því að það verður þess virði ef þið hafið einhvern áhuga á pólitík yfirleitt.

Skoðun

Eldur vegna raf­magns­tækja í hleðslu

Ágúst Mogensen skrifar

Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi.

Skoðun

Hverju miðla miðlunar­til­lögur?

Halldór Auður Svansson skrifar

Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur.

Skoðun

Landið er stjórn­laust

Vilhelm Jónsson skrifar

Það er vandséð hvernig hægt er að sýna fulla háttvísi þegar skítug slóð forystusauða ríkisstjórnarflokkanna er dregin upp og þeir láta sér ekki segjast þó svo að ítrekað sé flett ofanaf óhæfum embættisverkum þeirra.

Skoðun

Áskorun um að víkja vegna ákæru

Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi.

Skoðun

Hvað eru fræolíur?

Aron Skúlason og Hildur Leonardsdóttir skrifa

Eins og nafnið gefur til kynna þá eru fræolíur unnar úr fræjum ýmissa plantna. Repjuolía, sólblómaolía, sojaolía og bómullarfræsolía eru dæmi um fræolíur en kókos-, ólífu- og avocadoolía eru svokallaðar ávaxtaolíur (e. fruit oils). Ávaxtaolíur eru allt annað en fræolíur og hafa þær verið partur af mataræði okkar í árþúsundir. Eingöngu verður fjallað um fræolíur í þessari grein.

Skoðun

Ekki Hvammsvirkjun!

Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins.

Skoðun

Það er hægt að semja til langs tíma á ís­lenskum vinnu­markaði

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann.

Skoðun

Vindorku­ver heyra undir ramma­á­ætlun - sem betur fer!

Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar

Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun.

Skoðun

„Það versta var að verða opin­ber starfs­maður“

Friðrik Jónsson skrifar

Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla.

Skoðun

Á­hyggju­fullir upp­lýsinga­fræðingar

Anna Kristín Stefánsdóttir,Harpa Rut Harðardóttir,Irma Hrönn Martinsdóttir,Kristína Benedikz,Unnur Valgeirsdóttir og Vigdís Þormóðsdóttir skrifa

Upplýsing, fagfélag á sviði bókasafns- og upplýsingafræða hélt pallborðsumræður um stöðu stéttarinnar þann 26. janúar sl. Þar áttu orðið landsbókavörður, borgarbókavörður, framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna, formaður stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga, prófessor í Upplýsingafræði Háskóla Íslands og verkefnastjóri á Landsbókasafni – Háskólabókasafni sem var fulltrúi áhyggjufullra upplýsingafræðinga.

Skoðun

Eignar­náms­ógn í samninga­við­ræðum við land­eig­endur við Þjórs­á

Anna Björk Hjaltadóttir skrifar

Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina.

Skoðun

Þetta er ekki hægt lengur

Svanhildur Hólm Valsdóttir skrifar

Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf.

Skoðun

Seðla­banki Ís­lands

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar.

Skoðun