Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. október 2024 08:17 Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við áhyggjum kjósanda af því að Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi borgarstjóri um árabil, taki líklega sæti á Alþingi fyrir hönd flokksins eftir þingkosningarnar eru auðvitað afar skiljanleg í ljósi þess hvernig haldið hefur til að mynda verið á fjármálum og skipulagsmálum borgarinnar undir forystu hans í samstarfi við einkum Pírata og Viðreisn sem meðal annars á stóran þátt í verðbólgunni hér á landi undanfarin misseri. Hvað sem þannig líður viðbrögðum Kristrúnar er í öllu falli ljóst að sporin hræða vissulega í þeim efnum. Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað. Bera mikla ábyrgð á verðbólgunni Hækkandi húsnæðisverð hefur fyrst og fremst verið afleiðing skorts á húsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en einnig meiri kostnaðar vegna innfluttra byggingavara. Aftur fyrst og fremst frá ríkjum Evrópusambandsins. Skortinn á húsnæði má síðan einkum rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem hindrar vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um. Líkt og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, benti á í grein í síðasta mánuði voru forsendur samkomulagsins stórlega vanmetnar miðað við þróun fólksfjöldans. Hins vegar neitar Reykjavíkurborg alfarið að hvika frá þeim. Frá því áður en samkomulagið frá 2015 var gert hefur Samfylkingin farið fyrir meirihlutanum í Reykjavík. Píratar hafa að sama skapi verið hluti hans frá 2014 og Viðreisn undanfarin sex ár. Vel áður en verðbólgan fór á skrið. Með öðrum orðum er ljóst að verðbólgan er að miklu leyti annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og Evrópusambandsins. Fyrir vikið er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að Samfylkingin og Viðreisn skuli hafa þá stefnu að Ísland gangi í sambandið, með öllu sem því fylgdi, til þess að bregðast við ástandi sem er að miklu leyti afleiðing ákvarðana ráðamanna í Brussel og fulltrúa flokkanna sjálfra. Dökk mynd af efnahagsmálum ESB Mögulega kemur fyrir vikið ekki á óvart að stefna Samfylkingarinnar og Viðreisnar sé að komast til valda til þess að koma stjórn landsins úr landi í hendur einstaklinga sem íslenzkir kjósendur hefðu í raun ekkert yfir að segja, enda fer vægi ríkja innan Evrópusambandsins fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra, en þó í flestum tilfellum einstaklinga sem hafa alls ekkert lýðræðislegt umboð frá kjósendum. Ókjörinna embættismanna sambandsins. Sömu einstaklinga og meðal annars bera mikla ábyrgð á því að gera ófá ríki Evrópusambandsins háð rússneskri orku og stuðla að viðvarandi efnahagslegri stöðnun innan þess árum saman. Vægast sagt döpur staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi evrusvæðisins, er raunar slík að dregin hefur verið upp afar dökk mynd í þeim efnum í skýrslum sem unnar hafa verið fyrir sambandið sjálft. Lesa má til að mynda í einni slíkri sem samin var af Mario Draghi, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópusambandsins, og birt í haust að efnahagsleg hnignun sambandsins hafi hafizt með tilkomu evrunnar fyrir um aldarfjórðungi. Ítrekaðar tilraunir síðan til þess að reyna að snúa þeirri þróun við hafa engu skilað. Nokkuð sem minnir óneitanlega á valdatíð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við áhyggjum kjósanda af því að Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi borgarstjóri um árabil, taki líklega sæti á Alþingi fyrir hönd flokksins eftir þingkosningarnar eru auðvitað afar skiljanleg í ljósi þess hvernig haldið hefur til að mynda verið á fjármálum og skipulagsmálum borgarinnar undir forystu hans í samstarfi við einkum Pírata og Viðreisn sem meðal annars á stóran þátt í verðbólgunni hér á landi undanfarin misseri. Hvað sem þannig líður viðbrögðum Kristrúnar er í öllu falli ljóst að sporin hræða vissulega í þeim efnum. Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað. Bera mikla ábyrgð á verðbólgunni Hækkandi húsnæðisverð hefur fyrst og fremst verið afleiðing skorts á húsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en einnig meiri kostnaðar vegna innfluttra byggingavara. Aftur fyrst og fremst frá ríkjum Evrópusambandsins. Skortinn á húsnæði má síðan einkum rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem hindrar vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um. Líkt og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, benti á í grein í síðasta mánuði voru forsendur samkomulagsins stórlega vanmetnar miðað við þróun fólksfjöldans. Hins vegar neitar Reykjavíkurborg alfarið að hvika frá þeim. Frá því áður en samkomulagið frá 2015 var gert hefur Samfylkingin farið fyrir meirihlutanum í Reykjavík. Píratar hafa að sama skapi verið hluti hans frá 2014 og Viðreisn undanfarin sex ár. Vel áður en verðbólgan fór á skrið. Með öðrum orðum er ljóst að verðbólgan er að miklu leyti annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og Evrópusambandsins. Fyrir vikið er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að Samfylkingin og Viðreisn skuli hafa þá stefnu að Ísland gangi í sambandið, með öllu sem því fylgdi, til þess að bregðast við ástandi sem er að miklu leyti afleiðing ákvarðana ráðamanna í Brussel og fulltrúa flokkanna sjálfra. Dökk mynd af efnahagsmálum ESB Mögulega kemur fyrir vikið ekki á óvart að stefna Samfylkingarinnar og Viðreisnar sé að komast til valda til þess að koma stjórn landsins úr landi í hendur einstaklinga sem íslenzkir kjósendur hefðu í raun ekkert yfir að segja, enda fer vægi ríkja innan Evrópusambandsins fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra, en þó í flestum tilfellum einstaklinga sem hafa alls ekkert lýðræðislegt umboð frá kjósendum. Ókjörinna embættismanna sambandsins. Sömu einstaklinga og meðal annars bera mikla ábyrgð á því að gera ófá ríki Evrópusambandsins háð rússneskri orku og stuðla að viðvarandi efnahagslegri stöðnun innan þess árum saman. Vægast sagt döpur staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi evrusvæðisins, er raunar slík að dregin hefur verið upp afar dökk mynd í þeim efnum í skýrslum sem unnar hafa verið fyrir sambandið sjálft. Lesa má til að mynda í einni slíkri sem samin var af Mario Draghi, fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópusambandsins, og birt í haust að efnahagsleg hnignun sambandsins hafi hafizt með tilkomu evrunnar fyrir um aldarfjórðungi. Ítrekaðar tilraunir síðan til þess að reyna að snúa þeirri þróun við hafa engu skilað. Nokkuð sem minnir óneitanlega á valdatíð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun