Skoðun

Dropinn holar steininn

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð.

Skoðun

Vinnum að friði!

Guttormur Þorsteinsson og Stefán Pálsson skrifa

Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings.

Skoðun

Landsvirkjun er ekki til sölu

Ingibjörg Isaksen skrifar

Undanfarna daga hefur sú umræða sprottið upp hvort íslenska ríkið eigi að selja hluti sína í Landsvirkjun til að bregðast við halla á ríkissjóði sem tilkominn er vegna kórónuveirufaraldursins.

Skoðun

Að­gengi allra, líka þegar snjóar

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Síðustu vikur hefur færð á landinu verið mörgum erfið. Við heyrum fréttir af því að fatlað fólk, sem nú þegar glímir oft við erfitt aðgengi almennt, hefur þurft að hætta við læknisheimsóknir og að sækja aðra grunnþjónustu þar sem erfitt hefur verið, ef ekki ómögulegt, að komast úr húsi.

Skoðun

Hver er að tala um heiðar­leika?

Guðmundur Ragnarsson skrifar

Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta.

Skoðun

Þrjú­þúsund milljón á­stæður

Jón Kaldal skrifar

Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði.

Skoðun

#Met­oo - Jafn­rétti og fjöl­breyti­leiki er lykillinn

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir skrifar

Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur.

Skoðun

Má bjóða þér meira morfín?

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Þegar ég kvartaði yfir miklum blæðingum sem unglingur við heimilislæknirinn minn sagði hann að þær virtust bara miklar, alls blæddi einungis um eina matskeið hjá öllum konum við hverjar blæðingar. Þetta væri vitleysa og misskilningur hjá mér, ég ætti bara að vera róleg.

Skoðun

Fyrsta verk eftir far­sælan getnað

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Um daginn sat ég með vinkonuhópnum þegar ein tilkynnti okkur að hennar fyrsta barn væri á leiðinni. Eftir hamingjuóskirnar spyr sú ábyrgasta í hópnum „ertu ekki annars pottþétt byrjuð að skoða leikskóla?“.

Skoðun

Þú nærð mér ekki aftur, Dagur

Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar

Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili.

Skoðun

Þú getur hjálpað úkraínskum konum

Stella Samúelsdóttir skrifar

Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við.

Skoðun

Sjálf­bær, femínísk endur­reisn

António Guterres skrifar

Nú þegar við höldum upp á Alþjóðlegan dag kvenna, 8.mars, blasir við að afturkippur hefur orðið í réttindabaráttu kvenna.Við súpum öll seyðið af því. Þær hamfarir sem riðið hafa yfir undanfarin ár hafa fært okkur heim sanninn um hve þýðingarmikil forysta kvenna er.

Skoðun

Hefjum störf breytir lífi fólks: Þakkir og hvatning til Vinnu­mála­stofnunnar

Sveinn Waage skrifar

Merkilegt hvernig mismunandi hlutir sitja eftir úr skólagöngunni. Á meðan ótrúlega lítið situr eftir af algebrunni urðu önnur atriði naglföst í langtímaminninu. Eitt af því sem sat eftir úr framhaldsskólanum á síðustu öld var eldfim umræða í sálfræði 203 um hvaða atburðir í lífi fólks hefði mestu áhrif andlega á það til langframa.

Skoðun

Þú ert hug­rökk og mögnuð manneskja

Kristján Hafþórsson skrifar

Pældu í því hvað þú ert mögnuð og fábær manneskja. Pældu í því hvað þú ert hugrökk og gullfalleg manneskja. Aldrei gleyma því hversu mögnuð manneskja þú ert. Haltu áfram að vera þú og haltu áfram að gera þitt besta. Þú ert hæfileikabúnt og þú getur allt sem þú vilt.

Skoðun

Úrbætur á LSH fyrir krabbameinssjúka og tilboð Krabbameinsfélagsins

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut.

Skoðun

Á­minning um auð­lindir

Erna Mist skrifar

Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu?

Skoðun

Af­leiðingar stríðs á for­eldra­laus börn

Ragnar Schram skrifar

Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt.

Skoðun

Orkan í nýsköpun

Ríkarður Ríkarðsson og Sigurður H. Markússon skrifa

Samtök Iðnaðarins tilnefndu árið 2022 sem ár grænnar iðnbyltingar og í nýlegum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru lagðar línur um hvernig ný og græn tækifæri, með áherslu á nýsköpun, umhverfi og loftslag, geti best tryggt velsæld okkar til framtíðar.

Skoðun

Rússar sem vilja frið og litlir karlar í Kreml

Ólafur Stephensen skrifar

Undanfarna daga hefur mér orðið hugsað til samtals sem ég átti á bekk í sólríkum garði í litlu þorpi skammt frá Moskvu í ágúst 1991, nokkrum mánuðum áður en Sovétríkin liðu undir lok.

Skoðun

Unga fólkið aftur heim í Múla­þing

Guðný Lára Guðrúnardóttir skrifar

Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan?

Skoðun

Sunnudagarnir þurfa ekki að vera santé

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Þann 1. mars sl. á 33 ára afmæli bjórsins á Íslandi skrifaði Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður áhugaverða grein á svæði Innherja á Vísi.is þar sem hann hefur tekið að sér hlutverk sagnfræðings og rekur sögu verslunar á Íslandi. 

Skoðun

Þegar neyðin er stærst er mannúðin mest

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Þessa dagana fyllumst við öll máttleysi og vanmátt þegar við sjáum hinar skelfilegu hörmungar sem dynja yfir í Úkraínu. Það er okkur eðlislægt að finna til með fólki í neyð. Í huga okkar koma upp spurningar eins og “hvað ef þetta væri ég?” og “hvað get ég gert?”. Fyrir okkur sem hafa unnið við mannúðarstörf í áratugi, þá þekkjum við vel þessar spurningar, því þær eru drifkrafturinn fyrir því erfiða starfi sem á sér stað í kjölfar mikilla hörmunga.

Skoðun

Íslenskir ólígarkar

Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld.

Skoðun

Lýðræði í Garðabæ

Almar Guðmundsson skrifar

Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað.

Skoðun

Leiðtogi framtíðarinnar í borginni

Jensína Edda Hermannsdóttir skrifar

Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri.

Skoðun