Stökkbreyting í alþjóðamálum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 21. mars 2024 14:31 Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Innrás Rússa í Úkraínu NATO Viðreisn Alþingi Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun