Skoðun

Þetta gengur ekki lengur!

Reynir Böðvarsson skrifar

Það er ekki raunsætt að hagvöxtur geti haldið áfram áratugum eða jafnvel öldum saman í óbreyttri mynd á endanlegri jörð. Ástæðan er einföld og hún er sú að hagvöxtur eins og hann hefur verið skilgreindur í hefðbundnum efnahagskerfum, þar sem hann er mældur með stöðugri aukningu á framleiðslu og neyslu, er háður því að nýta auðlindir jarðarinnar. Þar sem jörðin hefur takmarkaðar auðlindir, svo sem jarðefni, orku og rými, getur þessi vöxtur ekki haldið áfram endalaust án þess að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum, svo sem loftslagsbreytingum, jarðvegseyðingu, ofnýtingu fiskistofna og útrýmingu tegunda.

Skoðun

„Með Guði vin­konu okkar“

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er ekki einungis brautryðjandi í því að sækjast eftir og þiggja prestvígslu innan íslensku Þjóðkirkjunnar fyrst kvenna, tímamótum sem við fögnum um þessa helgi, heldur einnig sem kvennaguðfræðingur og ritskýrandi. Í þessari grein vil ég fjalla um ritstörf Auðar Eirar og vil draga fram þætti í hennar guðfræði sem eru óvenjulegir og jafnvel einstakir á heimsvísu, m.a. hina samfélagslegu vídd í hennar ritskýringu og áhersluna á gleði og vináttu við vinkonuna Guð.

Skoðun

Græn vindorka

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Á dögunum voru birtar niðurstöður úr könnun þar sem fólk var spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt því að afla grænnar orku. Eins og vænta mátti var mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni hlynntur öflun grænnar orku. Við erum væntanlega flest ef ekki öll sammála um ágæti grænnar orku og stolt af stöðu Íslands sem nýtir nær alfarið vatnsafl og jarðvarma til raforkuframleiðslu og húshitunar.

Skoðun

Af hverju þetta tíma­bundna á­lag á útsvarið?

Bragi Bjarnason skrifar

Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. 

Skoðun

Að­gengi að hús­næði fyrir ungt fólk – ekki lúxus heldur grundvallarréttur

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Það er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá að ungt fólk á Íslandi stendur frammi fyrir verulegum áskorunum þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Há fasteignaverð, lág laun og skortur á viðeigandi húsnæði gerir það að verkum að mörg ungmenni sjá sér ekki fært að stofna til heimilis eða hefja fjölskyldulíf.

Skoðun

Að eldast – ertu undir­búin?

Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir ,Lára María Valgerðardóttir og Magnús E. Smith skrifa

Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum?

Skoðun

Heilsu­gæsla í vanda

Jón Magnús Kristjánsson skrifar

Samkvæmt heilbrigðisstefnu til ársins 2030 á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður notenda í heilbrigðiskerfinu enda eru komur á heilsugæslustöðvar fleiri en fjöldi innlagna á sjúkrahús, komur á göngudeildir spítala og komur á stofur sérgreinalækna samanlagt.

Skoðun

Laxalús og varnir gegn henni

Jón Sveinsson skrifar

Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst.

Skoðun

En hér er ég ekkert...

Nichole Leigh Mosty skrifar

Ég átti samtal um helgina við konu sem situr enn fast í mér. Ég fór með strákinn minn í mátun vegna stórrar tískusýningar sem hann var að taka þátt í og heitir, Erlendur Fashion Week. Tískusýningin var í höndum konu af erlendum uppruna sem rekur umboðsfyrirtækið Erlendur Talent en hún framkvæmdi einnig og stýrði tískuviðburðinum sem stóð yfir heila helgi.

Skoðun

Við getum ekki beðið í 131 ár

Jódís Skúladóttir skrifar

Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu.

Skoðun

Nýtt upp­haf hjá Vinstri grænum

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu.

Skoðun

Ís­lensk kjör á ís­lenskum vinnu­markaði

Kristrún Frostadóttir skrifar

Samfylkingin gerir kröfu um íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði. Verðmætasköpun í landinu þarf að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður vinnandi fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Þessi krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna.

Skoðun

Við­brögð við van­líðan ung­menna

Sandra Björk Birgisdóttir skrifar

Ungt fólk er að upplifa mjög margt í fyrsta skipti, meðal annars margar nýjar tilfinningar sem þau kunna illa eða jafnvel alls ekki að takast á við.

Skoðun

Valda­tafl Skák og Mát!

Lárus Guðmundsson skrifar

Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna.

Skoðun

FO: Hvernig getur þú skipt sköpum fyrir konur í Súdan?

Áslaug Eva Björnsdóttir skrifar

Það herja því miður stríð víða um heim. Þau fá mismikla athygli fjölmiðla og annarra sem bera okkur fréttir. Stríð eru alltaf hræðileg en hryllingurinn virðist smám saman dofna í huga okkar, þetta er allt svo langt frá okkur og ekki á fólk leggjandi að horfa upp á eymdina svo dögum, vikum og mánuðum skiptir.

Skoðun

Tvö út­spil Pírata fyrir not­endur heil­brigðis­kerfisins

Halldóra Mogensen og Eva Sjöfn Helgadóttir skrifa

Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum.

Skoðun

Mið­flokkurinn: fjar­verandi í landi tæki­færanna

Lilja Hrund Lúðvíksdóttir skrifar

Það er fagnaðarefni þegar ungt fólk vill leggja sitt af mörkum og taka þátt í stjórnmálum. Öflugar ungliðahreyfingar veita stjórnmálaöflum nauðsynlegt aðhald og þátttaka ungs fólks í þjóðfélagsumræðunni er lýðræðinu mikilvæg.

Skoðun

Við stöndum saman með réttindum tákn­málsins!

Mordekaí Elí Esrason skrifar

„Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál.

Skoðun

Það sem „gleymist“ að segja

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar.

Skoðun

Hvar er fót­spor stjórn­valda gegn vinnumansali?

Þorbjörrg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu.

Skoðun

Riddarar kær­leikans

Halla Tómasdóttir skrifar

Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd.

Skoðun

Um mennsku og sam­fé­lag

Bolli Pétur Bollason skrifar

Samfélag verður til við gagnkvæm samskipti og lifandi tengsl fólks. Það er víst ekki nýr sannleikur. Mikið hefur verið rætt um líf eða dauða slíkra samskipta með tilkomu ríkjandi tölvu- og snjallsímavæðingar. Það er eitt en síðan má sömuleiðis fjalla um einstaklingshyggju í því sambandi sem virðist vera valdur að vaxandi einsemd og einmanaleika í nútímanum.

Skoðun

Sárs­auka­full vaxtar­mörk

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Verðbólgan er að hjaðna. Án húsnæðisliðar er verðbólgan 3,6% en með húsnæði 6%. Þegar verð á húsnæði drífur áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir.

Skoðun

Skyn­semi Mið­flokksins

Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Ég horfði á Silfrið í gær þar sem Anton Sveinn McKeey nýr formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi valið Miðflokkinn væri að það væri almennilegur hægri flokkur sem aðhylltist skynsemishyggju.

Skoðun

Tölum ís­lensku

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða.

Skoðun

Er Mið­flokkurinn fyrir ungt fólk?

Anton Sveinn McKee skrifar

Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu.

Skoðun

Svarar ekki kostnaði að bjarga sjálfum sér

Kári Helgason skrifar

Þegar þetta er skrifað hafa 34 deilt færslu Viðskiptaráðs sem ber fyrirsögnina “Tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif” og fjallar um umsögn ráðsins um uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.

Skoðun

Um orku­skort, auð­lindir og endur­vinnslu

Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“

Skoðun