Sport

„Hlökkum til að sjá alla Ís­lendingana“

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson segir strákana okkar hafa nýtt síðustu tvo daga vel til að endurheimta orku fyrir seinni leikinn gegn Kósovó. Hann hlakkar til að sækja til sigurs með góðum stuðningi þeirra þúsund Íslendinga sem verða á vellinum.

Fótbolti

Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin

Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar.

Fótbolti

Marta hetja Eyjakvenna

ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum.

Handbolti

„Ég er alltaf bjart­sýnn en alltaf stressaður“

„Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30.

Körfubolti

Héldu hreinu gegn toppliðinu

Brøndby gerði markalaust jafntefli við Fortuna Hjørring í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir stóð vaktina í vörn Brøndby.

Fótbolti

Svekktur með sitt hlut­skipti en gengur í takt með hópnum

Stefán Teitur Þórðar­son var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Ís­lands gegn Kó­sovó í um­spili fyrir sæti í B-deildar Þjóða­deildarinnar í fót­bolta líkt og hver einasti leik­maður í lands­liðinu hefði verið. Hann metur mögu­leikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að sam­staða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt.

Fótbolti

Sló met Rashford og varð sá yngsti

Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016.

Fótbolti

George Foreman er látinn

Bandaríski hnefaleikakappinn George Foreman lést í dag, laugardag, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari.

Sport

Skoraði í fyrsta lands­leiknum

England vann 2-0 á Wembley gegn Albaníu í undankeppni HM 2026. Þetta var fyrsti leikur Englendinga undir stjórn Tomas Tuchel. Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly skoraði opnunarmarkið, í sínum fyrsta landsleik, Harry Kane bætti svo við í seinni hálfleik.

Fótbolti

„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“

Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu.

Fótbolti