Sport

Úlfastjórinn rekinn

Knattspyrnustjórinn Gary O‘Neil hefur verið rekinn úr starfi hjá Wolves. Hann skilur við liðið í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sextán leiki.

Enski boltinn

Segist ekkert hafa rætt við Man. City

Portúgalski stjórinn Ruben Amorim tekur þátt í sínum fyrsta Manchester-slag í dag þegar Manchester United mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum. Liðin hafa oft verið í meira stuði en síðustu vikur.

Enski boltinn

Á­hugi á Arnóri innan sem og utan Eng­lands

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.

Fótbolti

HM í pílu hefst í dag: Öld Luke-anna runnin upp

HM í pílukasti er órjúfanlegur hluti jólanna hjá mörgum. Og veislan hefst í dag þegar fyrstu pílunum á 32. heimsmeistaramótinu í greininni verður kastað í Alexandra höllinni í London. Augu flestra beinast að nöfnunum, Luke Littler og heimsmeistaranum Luke Humphries.

Sport

Utan vallar: Þetta er að gerast aftur

Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan.

Fótbolti

Ýtti öryggis­verði eftir tapið gegn Ipswich

Spilaborgin hjá liði Wolves í ensku úrvalsdeildinni virðist vera að falla með látum. Liðið tapaði gegn Ipswich í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð. Eftir leik gerðu leikmenn liðsins sig síðan seka um slæma hegðun.

Enski boltinn

Dag­skráin í dag: Kaninn, NFL og veislan í Ally Pally hefst

Það verður nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag líkt og vanalega. Fjórði þáttur af hinum frábæru þáttum Kaninn verður sýndur í kvöld og þá verður NFL-deildin á sínum stað en farið er að síga á seinni hlutann í deildakeppninni á þeim bænum.

Sport

Létu tímann renna út án þess að reyna að skora

Gera þurfti langt hlé á leik Union Berlin og Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að aðskotahlut var kastað í markvörð Bochum. Þegar leikmenn sneru aftur á völlinn létu þeir leikinn fjara út án þess að reyna að skora.

Fótbolti

Stór­sigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið

Newcastle kom sér aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 4-0 stórsigri gegn Leicester, sem þar með tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Ruud van Nistelrooy. Wolves tapaði 2-1 á heimavelli gegn Ipswich svo dagar Gary O‘Neil gætu verið taldir.

Enski boltinn

Mikil spenna í Eyjum

ÍBV og Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli, 26-26, í miklum spennuleik í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.

Handbolti

Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara

Liverpool og Fulham gerðu 2-2 jafntefli í frábærum fótboltaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool voru einum færri í sjötíu mínútur í leiknum en tókst engu að síður að koma til baka í tvígang.

Enski boltinn

Settu Ís­lands­met í nýrri grein á HM

Boðsundssveit Íslands endurtók leikinn frá því í gær og setti nýtt Íslandsmet í dag, á næstsíðasta degi heimsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug, sem fram fer í Búdapest. Það var þó í raun óhjákvæmilegt að setja met í dag.

Sport