Sport

Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel.

Fótbolti

Magnað heims­met í hálfu mara­þoni

Úgandamaðurinn Jacob Kiplimo setti nú í morgun nýtt og stórglæsilegt heimsmet í hálfu maraþoni þegar hann vann afar fjölsótt hlaup í Barcelona. Sá sem átti heimsmetið missti það tveimur mínútum eftir stórkostlegt 10 kílómetra hlaup sitt annars staðar á Spáni.

Sport

Armstrong til Man United frá PSG

Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki.

Enski boltinn

KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu

KA/Þór tryggði sér í dag sigur í 1. deild kvenna í handbolta en liðið hefur ekki enn tapað leik á leiktíðinni. Eftir fall á síðustu leiktíð hefur liðið sýnt og sannað að það er alltof gott fyrir 1. deildina og mun leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Handbolti

„Mundum hverjir við erum“

Pep Guardiola sagði sína menn í Manchester City hafa munað hverjir þeir væru í dag þegar Newcastle United kom í heimsókn. Lærisveinar Pep eru margfaldir Englandsmeistarar en það hefur ekki sést á frammistöðu liðsins til þessa á leiktíðinni.

Enski boltinn

Madrídar­liðin sáu rautt í jafn­teflum

Bæði Real og Atlético Madríd fengu rauð spjöld í leikjum sínum í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu í dag. Jafnframt gerðu bæði lið jafntefli í leikjum sínum. Þá lauk toppslag efstu deildar karla í Þýskalandi með markalausu jafntefli.

Fótbolti

„Vorum nokkurn veginn búnir að kort­leggja þetta“

„Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku.

Handbolti

Amad lík­lega frá út tíma­bilið

Amad Diallo verður líklega ekki meira með enska knattspyrnufélaginu Manchester United á þessari leiktíð vegna meiðsla á ökkla. Þá verður Kobbie Mainoo frá næstu vikurnar ásamt því að Manuel Ugarte og Toby Collyer missa af leiknum gegn Tottenham Hotspur á sunnudag.

Enski boltinn

Haukar töpuðu stórt í Tékk­landi

Haukar máttu þola 11 marka tap gegn Házená Kynžvart í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Lokatölur í Tékklandi 35-24 og Hauka bíður ærið verkefnið á Ásvöllum eftir viku.

Handbolti