Sport

„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsa­húð“

„Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss.

Fótbolti

Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum

Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir fór af velli í hálfleik í fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM. Eftir leik kom í ljós að hún hætti keppni vegna niðurgangs. Glódís Perla er þó alls ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem lendir í slíkum vandræðum í miðjum leik.

Sport

Dag­skráin í dag: Snóker í öll mál

Það eru ekki margir dagskrárliðir á sportrásum Sýnar í dag en það er samt nóg af snóker í boði þar sem meistaradeildin heldur áfram en mótið stendur til 17. júlí.

Sport

Ók lík­lega á yfir 120 rétt fyrir slysið

Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. 

Enski boltinn

Fylkir og Valur í form­legt sam­starf

Körfuknattleiksdeildir Fylkis og Vals munu starfa náið saman á komandi tímabili en Fylkismenn munu spila í 1. deild í vetur í fyrsta sinn í 20 ár. Fylkismenn tilkynntu um samstarfið á samfélagsmiðlum í gær.

Körfubolti

Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“

Lykla­borðs­riddararnir voru fljótir að láta Elísa­betu Gunnars­dóttur, lands­liðsþjálfara Belgíu í fót­bolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veru­leiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum.

Fótbolti

FIFA opnar skrif­stofu í Trump turni

Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Fótbolti

Þjóð­verjar völtuðu yfir Dani í seinni hálf­leik

Þýskaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta í Sviss með sigri á Dönum. Danir eru án stiga í riðlinum og þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum til að eiga einhvern snefil af möguleika til að komast áfram.

Fótbolti