Viðskipti erlent

Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB

Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar.

Viðskipti erlent

Þrefalt sölumet hjá Mercedes Benz

Árið í ár hefur verið gjöful fyrir framleiðendur Mercedes Benz bifreiða. Þrefalt sölumet hefur verið slegið. Um er að ræða mestu sölu í einstökum mánuði, það er júní s.l., mestu sölu á einum ársfjórðungi og mestu sölu á hálfu ári.

Viðskipti erlent

Olíuverðið hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi og er tunnan af Brentolíunni komin yfir 114 dollara sem er hæsta verðið undanfarnar tvær vikur. Bandaríska léttolían fylgir lit og er komin í tæpa 98 dollara á tunnuna.

Viðskipti erlent

Mark Zuckerberg vinsælastur á Google+

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, státar af töluvert fleiri "fylgjendum" á Google+ en báðir stofendur Google, en Google+ er nýr samskiptavefur sem fyrirtækið opnaði þann 28. júní síðastliðinn.

Viðskipti erlent

Vinnsla á stærsta kolasvæði heims að hefjast

Yfirvöld í Mongólíu hafa ákveðið að bjóða þremur námufélögum að vinna kol á því sem talið er stærsta kolasvæði heimsins. Félögin sem hér um ræðir eru Shenhua í Kína, Peabody Energy í Bandaríkjunum og samsteypa rússneskra og mongólskra félaga.

Viðskipti erlent

Fyrsta Dreamliner þotan lendir í Japan

Fyrsta Dreamliner 787 farþegaþotan sem lendir í Japan kom þangað eftir flug frá verksmiðjum Boeing í Seattle á sunnudagmorgun. Þotan er máluð í litum All Nippon Airways flugfélagsins og var mikil viðhöfn á flugvellinum í Tokyo við komu hennar.

Viðskipti erlent

S&P ógnar Grikklandi með gjaldþrotseinkunn

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands enn frekar niður í ruslið eða úr B og niður í CCC. Jafnframt segir S&P að fyrirtækið muni líta á endurskipulagningu á skuldum Grikklands sem ígildi greiðslufalls og lækka einkunn sína í samræmi við það.

Viðskipti erlent

Sænski seðlabankinn í slæmum málum

Sænski seðlabankinn og fjármálaeftirlit landsins eru í slæmum málum eftir að embætti sænska ríkisendurskoðunar hefur sent ríkisstjórninni þar í landi skýrslu um hlutverk seðlabankans og fjármálaeftirlitsins varðandi starfsemi sænskra viðskiptabanka í Eystarslatsríkjunum á árunum 2005-2007.

Viðskipti erlent

Mesta verðhrun á korni í 15 ár

Mesta verðhrun á korni á síðustu fimmtán árum varð í gærdag þegar landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér skýrslu um að kornbændur þar í landi hefðu sáð óvenjumiklu magni af korni í akra sína í ár og von væri á metuppskeru í haust.

Viðskipti erlent

Verðið þykir í hærri kantinum

Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook.

Viðskipti erlent

Olíuverðið rýkur upp að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gærdag í kjölfar þess að gríska þingið samþykkti aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar. Einnig spilar inn í hækkunina að olíubirgðir Bandaríkjanna hafa minnkað nokkuð að undanförnu.

Viðskipti erlent

Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir

Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank.

Viðskipti erlent

Katla of íslensk fyrir olíulind en ekki Krafla

Norska olíufélagið Statoil hefur hætt við að nota heitið Katla um olíulind í Noregshafi, vegna tilmæla frá norsku málnefndinni, sem þótti óæskilegt að nota nafn sem tengdist Íslandi. Statoil virðist hins vegar ekki alveg afhuga því að nota íslensk nöfn því nú hefur önnur olíulind skammt frá fengið heitið Krafla.

Viðskipti erlent

Jan Mayen gæti orðið þjónustumiðstöð fyrir olíuleit

Aukin áhersla á rannsóknir og olíuleit á nýjum svæðum, eins og í Barentshafi og umhverfis Jan Mayen, er meðal þess sem ríkisstjórn Noregs boðar í nýrri skýrslu til Stórþingsins um olíuiðnaðinn. Helsta markmiðið er að tryggja arðbæra olíu- og gasvinnslu til langrar framtíðar til að stuðla að auknum lífsgæðum í Noregi.

Viðskipti erlent