Viðskipti erlent

Mesta verðhrun á korni í 15 ár

Mesta verðhrun á korni á síðustu fimmtán árum varð í gærdag þegar landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér skýrslu um að kornbændur þar í landi hefðu sáð óvenjumiklu magni af korni í akra sína í ár og von væri á metuppskeru í haust.

Viðskipti erlent

Verðið þykir í hærri kantinum

Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook.

Viðskipti erlent

Olíuverðið rýkur upp að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gærdag í kjölfar þess að gríska þingið samþykkti aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar. Einnig spilar inn í hækkunina að olíubirgðir Bandaríkjanna hafa minnkað nokkuð að undanförnu.

Viðskipti erlent

Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir

Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank.

Viðskipti erlent

Katla of íslensk fyrir olíulind en ekki Krafla

Norska olíufélagið Statoil hefur hætt við að nota heitið Katla um olíulind í Noregshafi, vegna tilmæla frá norsku málnefndinni, sem þótti óæskilegt að nota nafn sem tengdist Íslandi. Statoil virðist hins vegar ekki alveg afhuga því að nota íslensk nöfn því nú hefur önnur olíulind skammt frá fengið heitið Krafla.

Viðskipti erlent

Jan Mayen gæti orðið þjónustumiðstöð fyrir olíuleit

Aukin áhersla á rannsóknir og olíuleit á nýjum svæðum, eins og í Barentshafi og umhverfis Jan Mayen, er meðal þess sem ríkisstjórn Noregs boðar í nýrri skýrslu til Stórþingsins um olíuiðnaðinn. Helsta markmiðið er að tryggja arðbæra olíu- og gasvinnslu til langrar framtíðar til að stuðla að auknum lífsgæðum í Noregi.

Viðskipti erlent

Jane Norman tekin til gjaldþrotaskipta

Breska tískuvörukeðjan Jane Norman var í morgun tekin til gjaldþrotaskipta. Níutíu verslunum hefur verið lokað og um 1.600 starfsmönum sagt upp. Jane Norman rak verslanir meðal annars á Englandi, Skotlandi og Danmörku. Auk þess reka Hagar eina verslun á Íslandi, í Smárlindinni. Sú verslun er enn opin. Kaupþing og Baugur keyptu verslunina árið 2005 fyrir ríflega 117 milljónir punda, sem eru 22 milljarðar króna á núvirði. Endurskoðunarfyrirtækið Zolof Cooper reynir nú að selja verslunarkeðjuna en Debenhams hafði áður komið með yfirtökutilboð ðí keðjuna sem var hafnað.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Verð á hráolíu heldur áfram að lækka. Í morgun var tunnan af Brentolíu komin niður í 103,5 dollara og hafði lækkað um 1,6 dollara á mörkuðum í Asíu í nótt. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í rétt rúma 90 dollara á tunnuna.

Viðskipti erlent

Viðskiptasamningar upp á milljarð punda

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína er nú í opinberri heimsókn í Bretlandi. Breskir viðskiptamenn vonast til að Jiabao og David Cameron forsætisráðherra Breta muni undirrita viðskiptasamninga upp á um milljarð pund eða um 186 milljarða króna þegar þeir hittast seinna í dag.

Viðskipti erlent

Kaupþing með hlut í stærstu veitingahúsakeðju Bretlands

Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate).

Viðskipti erlent

Olíuverð í frjálsu falli eftir samræmda aðgerð IEA

Heimsmarkaðsverð á olíu er í frjálsu falli þessa stundina og hefur verðið á Brent olíunni lækkað um 6,5 dollara í dag. Stendur verðið nú í 107,80 dollurum á tunnuna. Það er samræmd aðgerð á vegum Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) sem valdið hefur þessum lækkunum.

Viðskipti erlent

Airbus gerir risasamning í París

Indverska lággjaldaflugfélagið IndiGo hefur lagt inn stærstu flugvélapöntun allra tíma hjá Airbus verksmiðjunum. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París sem nú stendur yfir en félagið hefur keypt 180 farþegaþotur af Airbus gerð.

Viðskipti erlent

Hjálpardekk losað af vestra

Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann muni kaupa síðasta skammtinn af ríkisskuldabréfum í lok mánaðar í næstu viku. Eftir það muni ljúka þessum stuðningi hins opinbera við banka og fjármálafyrirtæki þar í landi sem varað hefur síðastliðin þrjú ár.

Viðskipti erlent

Snúa sér til Evrópu

Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum.

Viðskipti erlent