Viðskipti erlent

Kínverjar hækka stýrivexti vegna verðbólgu

Kínverjar hafa hækkað stýrivexti sína í annað sinn á síðustu sex vikum. Ástæðan er barátta þarlendra stjórnvalda við vaxandi verðbólguþrýsing í landinu. Vextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósentur eins og síðast og eru vextirnir þá komnir í 3%.

Viðskipti erlent

Viðskiptajöfnuður Danmerkur 2.000 milljarðar í plús

Viðskiptajöfnuður Danmerkur á síðasta ári sló öll fyrri met. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 93,6 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.000 milljarða kr. Fyrra met í afgangi á viðskiptajöfnuðinum í Danmörku var sett árið 2005 en þá var hann hagstæður um rúma 67 milljarða danskra kr.

Viðskipti erlent

Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu.

Viðskipti erlent

Fjórði hver danskur banki fallinn í kreppunni

Það er svipuð staða komin upp í danska bankageiranum og laginu um Tíu litla negrastráka. Einn af öðrum hafa þeir horfið bakvið móðuna miklu undanfarin ár. Frá árinu 2007 þegar fjármálakreppan hófst hefur fjórði hver banki í Danmörku hætt rekstri eða sameinast öðrum banka.

Viðskipti erlent

Miklar hreinsanir á næstunni meðal Nokia stjóra

Nokkrir háttsettir stjórnendur finnska farsímarisans Nokia verða látnir taka pokann sinn á næstunni. Hinn nýi forstjóri Nokia, Stephen Elop, ætlar sér að hreinsa rækilega til í stjórnunarteymi fyrirtækisins. Þetta hefur The Wall Street Journal eftir ónafngreindum heimildum.

Viðskipti erlent

Umfangsmikið skattafúsk í kvótasölu í Noregi

Skattyfirvöld í Noregi segja að við eftirlit með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins í fyrra hafi skatturinn uppgvötvað tekjur upp á 1,2 milljarða norskra kr. eða 24 milljarða kr. sem ekki voru taldar fram. Megnið af þessum tekjum, eða 800 milljónir norskra kr., voru vegna viðskipta með veiðiheimildir.

Viðskipti erlent

Góður hagnaður hjá French Connection

Breska tískuverslanakeðjan French Connection hefur tilkynnt að áætlaður hagnaður hennar á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. janúar s.l., hafi numið 6,8 milljónum punda eða tæplega 1,3 milljörðum kr. Um mikinn viðsnúning er að ræða m.v. við árið á undan þegar keðjan tapaði tæpum 13 milljónum punda.

Viðskipti erlent

Amagerbankinn gjaldþrota

Amagerbankinn danski er gjaldþrota og var yfirtekinn af dönsku fjármálastöðugleikastofnuninni í gær. Þar með er lokið miklum darraðardansi sem stjórnendur bankans hafa staðið í allt frá því efnahagskreppan skall á, en oft hefur bankinn verið nærri því að leggja upp laupana. Það gerðist í gær í kjölfar þess að greint var frá því á föstudag að bankinn hefði þurft að afskrifa þrjá milljarða danskra króna af reikningum bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Bankinn var sá níundi stærsti í Danmörku.

Viðskipti erlent

Tug milljarða bónusar til Nordea stjóra

Yfirmenn Nordea bankans, stærsta banka á Norðurlöndunum, munu fá um 1,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 27 milljarða kr., í bónusa fyrir síðasta ár. Bankinn skilaði methagnaði í fyrra eða 27 milljörðum danskra kr. sem svarar til um 570 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Risatap á rekstri BP olíufélagsins í fyrra

Breska olíufélagið BP skilaði tæplega 5 milljarða dollara, eða hátt í 600 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Er þetta í fyrsta sinn sem BP skilar tapi síðan árið 1992. Til samanburðar má nefna að BP skilaði tæplega 14 milljarða dollara hagnaði árið 2009.

Viðskipti erlent