Viðskipti erlent

Metsala á Ferrari bílum í fyrra

Ítölsku sportbílaverksmiðjurnar Ferrari áttu gott ár í fyrra og seldist metfjöldi af Ferrari bílum það ár. Alls voru 6.573 Ferrari seldir á heimsvísu sem er um 8% aukning frá árinu áður.

Viðskipti erlent

Olíuverðið ekki hærra frá því fyrir hrun

Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008.

Viðskipti erlent

Verður stærsta kauphöll heims

Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi.

Viðskipti erlent

Skipasmiðir tapa 35 milljörðum á ofursnekkju

Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu.

Viðskipti erlent

Hörð gagnrýni á AGS frá endurskoðendum sjóðsins

Sjálfstæðir endurskoðendur/matsmenn (IEO) Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnrýna sjóðinn harðlega fyrir að hafa ekki séð fjármálakreppuna fyrir árið 2007. Meðal annars er gagnrýnt að í skýrslu sinni um Ísland árið 2007 hafi AGS ekki einbeitt sér að þeirri staðreynd að stærð bankakerfis landsins var orðin 1.000% af landsframleiðslu þess.

Viðskipti erlent

Danir gætu þurft að taka upp evru

„Svo gæti farið að á næstunni þurfi Danmörk að endurskoða afstöðu sína til evrunnar,“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen, forsætisráðherra Danmerkur, í umræðum á danska þjóðþinginu í gær.

Viðskipti erlent

Boða nýja kynslóð af iPad

Apple er byrjað að undirbúa framleiðslu á næstu kynslóð af iPad, eftir því sem fram kemur í Wall Street Journal. Nýja útgáfan fær heitið iPad 2 og mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera með innbygða myndavél og vinnslan verður hraðari en í fyrstu útgáfunni.

Viðskipti erlent

Kröfur um að Danske Bank stórauki eigið fé sitt

Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Statoil veldur vonbrigðum, hlutabréf falla í verði

Uppgjör norska olíurisans Statoil fyrir fjórða ársfjórðung á síðasta ári hefur valdið vonbrigðum. Hagnaðurinn var nokkuð undir væntingum fjárfesta og hefur niðurstaðan valdið því að hlutir í félaginu hafa lækkað um 3% í morgun. Sú lækkun leiddi til þess að vísitalan í kauphöllinni í Osló hóf daginn í rauðum lit.

Viðskipti erlent

Olíubirgðir Saudi Arabíu ekki nægar til verðlækkanna

Samkvæmt skjölum sem WikiLeaks hefur sett á vefinn telja bandarískir embættismenn að Saudi Arabar eigi ekki nægilega miklar olíubirgðir til að halda olíuverðinu niðri. Raunar telja þeir að birgðirnar, það er óunnin olía í landinu, séu ofmetnar um 40% sem samsvarar 300 milljörðum tunna af olíu.

Viðskipti erlent

SAS tapaði 54 milljörðum í fyrra

SAS flugfélagið skilaði 3 milljarða sænskra kr. eða 54 milljarða kr. tapi á síðasta ári. Eldgosið í Eyjafjallajökli var flugfélaginu þungt í skauti en um 700 milljón sænskra kr. af tapinu má rekja til gossins.

Viðskipti erlent

Kínverjar hækka stýrivexti vegna verðbólgu

Kínverjar hafa hækkað stýrivexti sína í annað sinn á síðustu sex vikum. Ástæðan er barátta þarlendra stjórnvalda við vaxandi verðbólguþrýsing í landinu. Vextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósentur eins og síðast og eru vextirnir þá komnir í 3%.

Viðskipti erlent

Viðskiptajöfnuður Danmerkur 2.000 milljarðar í plús

Viðskiptajöfnuður Danmerkur á síðasta ári sló öll fyrri met. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 93,6 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.000 milljarða kr. Fyrra met í afgangi á viðskiptajöfnuðinum í Danmörku var sett árið 2005 en þá var hann hagstæður um rúma 67 milljarða danskra kr.

Viðskipti erlent

Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu.

Viðskipti erlent

Fjórði hver danskur banki fallinn í kreppunni

Það er svipuð staða komin upp í danska bankageiranum og laginu um Tíu litla negrastráka. Einn af öðrum hafa þeir horfið bakvið móðuna miklu undanfarin ár. Frá árinu 2007 þegar fjármálakreppan hófst hefur fjórði hver banki í Danmörku hætt rekstri eða sameinast öðrum banka.

Viðskipti erlent

Miklar hreinsanir á næstunni meðal Nokia stjóra

Nokkrir háttsettir stjórnendur finnska farsímarisans Nokia verða látnir taka pokann sinn á næstunni. Hinn nýi forstjóri Nokia, Stephen Elop, ætlar sér að hreinsa rækilega til í stjórnunarteymi fyrirtækisins. Þetta hefur The Wall Street Journal eftir ónafngreindum heimildum.

Viðskipti erlent

Umfangsmikið skattafúsk í kvótasölu í Noregi

Skattyfirvöld í Noregi segja að við eftirlit með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins í fyrra hafi skatturinn uppgvötvað tekjur upp á 1,2 milljarða norskra kr. eða 24 milljarða kr. sem ekki voru taldar fram. Megnið af þessum tekjum, eða 800 milljónir norskra kr., voru vegna viðskipta með veiðiheimildir.

Viðskipti erlent

Góður hagnaður hjá French Connection

Breska tískuverslanakeðjan French Connection hefur tilkynnt að áætlaður hagnaður hennar á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. janúar s.l., hafi numið 6,8 milljónum punda eða tæplega 1,3 milljörðum kr. Um mikinn viðsnúning er að ræða m.v. við árið á undan þegar keðjan tapaði tæpum 13 milljónum punda.

Viðskipti erlent