Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra 15. apríl 2011 08:00 Robert Zoellick bregst við spurningum blaðamanna í Washington í gær. NOrdicphotos/AFP Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans. Í opnunarræðu sinni á vorfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær benti Zoellick á hátt og sveiflukennt matvælaverð, hátt eldsneytisverð með hliðaráhrifum til hækkunar á matvælaverði, pólitískan óstöðugleika í Miðausturlöndum og Norður-Arfíku. Eins nefndi hann upplausnarástandið á Fílabeinsströndinni, endurteknar náttúruhamfarir, hækkandi verðbólgu í nýmarkaðsríkjum með hættu á ofhitnun og skuldavanda ríkja Evrópu. Zoellick lagði sérstaka áherslu á þann vanda sem hækkandi matvælaverð ylli og sagði þjóðir heims verða að vera samstíga í að taka á þeim vanda, hvort sem það tæki hálft ár, heilt eða tvö. „Matvælaverð er 36 prósentum yfir því sem var fyrir ári og stendur nærri sveiflunni árið 2008,“ benti Zoellick á og kvað 44 milljónir manna hafa orðið fátækt að bráð síðan í júní í fyrra. „Ef vísitala matvælaverðs hækkar um 10 prósent í viðbót teljum við að 10 milljónir manna til viðbótar verði sárri fátækt að bráð, en þá hefur fólk ekki nema 1,25 dali til að lifa af á dag,“ sagði Zoellick og fagnaði því sérstaklega að Frakkar geri matvæli að höfuðmálefni 20 helstu iðnríkja (G20) í formennskutíð sinni í þeim hópi.- óká Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans. Í opnunarræðu sinni á vorfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær benti Zoellick á hátt og sveiflukennt matvælaverð, hátt eldsneytisverð með hliðaráhrifum til hækkunar á matvælaverði, pólitískan óstöðugleika í Miðausturlöndum og Norður-Arfíku. Eins nefndi hann upplausnarástandið á Fílabeinsströndinni, endurteknar náttúruhamfarir, hækkandi verðbólgu í nýmarkaðsríkjum með hættu á ofhitnun og skuldavanda ríkja Evrópu. Zoellick lagði sérstaka áherslu á þann vanda sem hækkandi matvælaverð ylli og sagði þjóðir heims verða að vera samstíga í að taka á þeim vanda, hvort sem það tæki hálft ár, heilt eða tvö. „Matvælaverð er 36 prósentum yfir því sem var fyrir ári og stendur nærri sveiflunni árið 2008,“ benti Zoellick á og kvað 44 milljónir manna hafa orðið fátækt að bráð síðan í júní í fyrra. „Ef vísitala matvælaverðs hækkar um 10 prósent í viðbót teljum við að 10 milljónir manna til viðbótar verði sárri fátækt að bráð, en þá hefur fólk ekki nema 1,25 dali til að lifa af á dag,“ sagði Zoellick og fagnaði því sérstaklega að Frakkar geri matvæli að höfuðmálefni 20 helstu iðnríkja (G20) í formennskutíð sinni í þeim hópi.- óká
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira